ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Starf Íbúasamtakanna

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur voru stofnsett á fundi í Iðnó þann 11. mars 2008. Tilgangur samtakanna og markmið er að efla samhug og samkennd íbúa, vera samstarfsvettvangur íbúa, félagasamtaka og hagsmunasamtaka á svæðinu, vinna að framfara- og hagsmunamálum í hverfinu, standa vörð um sérkenni hverfisins og starfa með Hverfisráði Miðborgar og öðrum opinberum aðilum sem fara með málefni hverfisins og íbúa þess og íbúasamtökum annarra hverfa.

Á þessari síðu birtast samþykktir og ályktanir félagsfunda og stjórnar og ýmis gögn um þau verkefni sem Íbúasamtök Miðborgar vinna að.

Fundir, málþing og uppákomur

Skammdegisgleði 2020
Á annað hundrað manns litu við á Skammdegisgleði Íbúasamtakanna í Spennistöðinni 8. febrúar, hlustuðu á Kára Egilsson og Skólahljómsveit Vestur og Miðbæjar, dönsuðu salsa, bjuggu til teikninmyndabækur og þáðu veitingar. Meira

Bætt verslun og þjónusta
Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur boða til hugflæðifundar um bætta verslun og þjónustu við íbúana í miðbænum laugardaginn 9. nóvember kl. 13-15 í Spennistöðinni, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar. Meira

Umferð í miðbænum
Fyrsta málþing vetrarins hjá Íbúasamtökum Miðborgar er um samgöngur í miðbænum. Málþingið verður í Spennistöðinni, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar laugardaginn 12. október kl. 13-15. Fjallað verður um umferðarmál, almenningssamgöngur, akstur með ferðamenn og ýmislegt fleira sem lýtur að umferð um miðbæinn. Meira

Sambýlið við ferðaþjónustuna
Málþingið verður haldið í Spennistöðinni , félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar laugardaginn 6. apríl kl. 13-15. Málþingið hefur það markmið að íbúar miðbæjarins geti rætt milliliðalaust við rekstraraðila í ferðaþjónustu. Meira

Málþing með þingmönnum
Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur buðu þingmönnum Reykjavíkurkjördæmis norður til málþings í Ráðhúsinu þriðjudaginn 12. febrúar 2019 en þá voru kjördæmadagar. Meira

Málþingi aflýst
Málþingi Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur með þingmönnum Reykjavíkur norður sem fara átti fram laugardaginn 29. september í Ráðhúsi Reykjavíkur var aflýst vegna dræmrar þátttöku þingmannanna. Meira

Fundur með frambjóðendum
Íbúasamtökin gengust fyrir málþingi í Spennistöðinni laugardaginn 14. apríl 2018 þar sem fulltrúum allra framboða til borgarstjórnarkosninga var boðið á til að kynna stefnu sína í málefnum miðbæjarins og svara spurningum íbúanna. Meira

Vorblót ÍMR
Laugardaginn 13. maí 2017 fögnuðu íbúar í Miðborginni vorkomunni með vorblóti í Spennistöðinni með lúðrablæstri, grillmat, flugdrekagerð og umræðum um landbúnað í 101. Meira

Íbúasamtök ræða málin
Þriðjudaginn 28. mars héldu stjórnir íbúasamtaka þriggja hverfa fund í Spennistöðinni, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar, þar sem rædd voru sameiginleg hagsmunamál hverfanna. Þetta voru Íbúasamtök Miðborgar, Íbúasamtök Vesturbæjar og Íbúasamtök 3. hverfis, en því tilheyra Norðurmýri, Holt og Hlíðar. Meira

Góðir grannar
Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur efndu til málþings um nábýlið í miðborginni laugardaginn 4. mars 2017 í Spennistöðinni – félags- og menningarmiðstöð miðborgarinnar. Miðborg Reykjavíkur er þéttsetnasta svæði landsins og markmið málþingsins var að gera sambýlið þar auðveldara, öruggara og skemmtilegra. Lýsing af málþinginu er hér

Börnin í miðbænum
Annað málþing vetrarins 2016-17 var haldið 12. nóvember í Spennistöðinni. Þar var fjallað um aðstæður barna og unglinga í miðborginni, spurt hvað væri fjölskylduvænt hverfi og hvort miðborgin uppfyllti öll skilyrði til að teljast fjölskylduvæn. Lýsing af málþinginu er hér

Sambýlið við ferðaþjónustuna
Þann 24. september 2016  stóðu Íbúasamtök Miðborgar fyrir málþinginu Sambýlið við ferðaþjónustuna í Spennistöðinn, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar.  Þar var rætt um sambýli miðborgarbúa við hratt vaxandi ferðaþjónustu en miðborg Reykjavíkur er fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Lýsing af málþinginu er hér

Málþing um miðborgina sem íbúahverfi
Íbúasamtök Miðborgar, foreldrafélög leik- og grunnskóla í Miðborginni og Hverfisráð Miðborgar efndu til málþings um miðborgina sem íbúahverfi 5. nóvember 2011. Lýsing af málþinginu er hér á Pdf-formi

Verkefni

UmHverfisgöngur ÍMR
UmHverfisgöngur eru tilraunaverkefni Íbúasamtaka Miðborgar í samstarfi við verkefnisstjóra miðborgarmála. Þetta eru göngur um afmörkuð svæði eða götur í hverfinu og er tilgangur þeirra að vera samráðsvettvangur borgaryfirvalda við íbúa til að bæta umhverfi þeirra. Meira

Heil brú 2016-18
Verkefnið Heil brú hefur nú verið í gangi í tvö ár en það eru smiðjur og málþing sem haldin eru í Spennistöðinni en markmið verkefnisins er að bæta hverfisandann og samheldnina í miðbænum. Meira

Áfangaskýrsla um Spennistöðina
Í nóvember 2016 var lokið tveggja ára tilraunatíma um rekstur Spennistöðvarinnar, félags og menningarmiðstöðvar miðborgarinnar. Af því tilefni gerði húsráð Spennistöðvarinnar áfangaskýrslu en fulltrúar Íbúasamtaka Miðborgar sátu í húsráðinu. Áfangaskýrslan er hér á Pdf-formi

Heil brú í Miðbænum
Verkefninu Heil brú er hleypt af stokkunum til að tengja saman alla notendur Spennistöðvarinnar og eru einkunnarorð þess: Sköpum, ræðum og leikum okkur saman. Markmiðið með verkefninu er að bæta hverfisandann og samheldnina í hverfinu. Meira

Félags og menningarmiðstöð í spennistöð OR
Íbúasamtökin tóku þátt í vinnu starfshóps um að koma á fót félags og menningarmiðstöð í spennistöð Orkuveitunnar á lóð Austurbæjarskóla ásamt fulltrúum frá Austurbæjarskóla, Foreldrafélagi Austurbæjarskóla, Kampi, ÍTR og Framkvæmda- og Menntasviði Reykjavíkurborgar. Tillaga starfshópsins er hér á Word-formi

Ályktanir og erindi

Aths. v. reglna Bílastæðasjóðs - 24. febrúar 2021

Ályktun um íslenskuver og skólamunastofu - 24. febrúar 2021

Ályktun um íbúaráð - 20. janúar 2021

Hverfið mitt - 20. janúar 2021

Aths. v. þingsályktunartillögu - 20. nóvember 2020

Athugasemd um aðalskipulagsbreytingu - 28. september 2020

Erindi v. Bílastæðasjóðs - 1. september 2020

Ályktun um vanhirt hús - 12. júlí 2020

Athugasemd um deiliskipulagsbreytingu - 30. júní 2020

Ályktun íbúasamtaka í Vesturborginni - 25. maí 2020

Frá formönnum íbúasamtaka - 24. febrúar 2020

Áskorun, Bíó Paradís - 13. febrúar 2020

Athugasemd um deiliskipulagsbreytingu - 4. nóvember 2019

Ályktun aðalfundar um Skólavörðustíg 8 - 17. október 2019

Ályktun vegna íbúaráða - 29. ágúst 2019

Ályktun íbúasamtaka í Vesturborginni - 30. mars 2019

Ályktun aðalfundar um skipulagsmál - 15. október 2018

Ályktun um úthlutun Miðborgarsjóðs til ÍMR - 14. nóvember 2017

Ályktun vegna Bergstaðastrætis 18 - 30. október 2017

Ábending um biðskýli á safnstæðum- 16. september 2017

Ábending vegna breytingartillögu við aðalskipulag - 14. júlí 2017

Ábending vegna fjármála hverfa - 8. júní 2017

Ályktun v/hótels á Barónsstíg 28 - 22. maí 2017

Ályktun v/undanþágubeiðni Ölgerðarinnar - 6. desember 2016

Ferðamannagisting í Miðborginni - 30. nóvember 2016

Áskorun til borgarstjórnar vegna hverfisskipulags - 26. maí 2016

Bréf til Björgólfs Thors v/Fríkirkjuvegs 11 - 10. ágúst 2016

Athugasemdir vegna álits umboðsmanns - 9. ágúst 2016

Áskorun til borgarstjórnar vegna hverfisskipulags - 26. maí 2016

Athugasemdir vegna Grettisgötu 9A og 9B - 2. mars 2015

Bréfaskipti vegna styrkja til Miðborgarinnar okkar - 10. janúar 2014

Álit umboðsmanns borgarbúa - 10. janúar 2014

Aðstaða barna og unglinga - 15. nóvember 2013

Aðalskipulag 2010 - 2030 - 19. september 2013

Deiliskipulag Njálsgötureits 1.190.3 - 27. ágúst 2013

Affriðun aldursfriðaðra húsa - 28. júní 2013

Deiliskipulag Landsímareitar - 19. mars 2013

Umboðsmaður borgarbúa - 22. febrúar 2013

Hávaði frá veitingastöðum - 30. október 2012

Nýr Landspítali - 17. september 2012

Kvosarskipulag frá 1987 - 31. júlí 2012

Lokastígur 2/ Þórsgata 1. Sameining lóða - 25. maí 2012

Betri hverfi, kosning - 17. apríl 2012

Óleyfisframkvæmdir á Prikinu - 20. mars 2012

Útisundlaug við Sundhöllina - 7. mars 2012

Athugasemd við umsögn Heilbrigðiseftirlits - 29. janúar 2012

Framkvæmd laga og reglugerðar um veitinga- og gististaði - 16. desember 2011

Ósk um endurskoðun laga og reglugerðar um veitinga- og gististaði - 16. desember 2011

Bergstaðastræti 18, flutningshús - 20. október 2011

Nýr Landspítali - 4. október 2011

Breyting á deiliskipulagi Grundarstígsreits - 16. ágúst 2011

Laugavegur göngugata - 25. maí 2011

Sorphirða í Miðborginni - 29. mars 2011

Veitingaleyfi í Reykjavík - 9. mars 2011

Breyting á deiliskipulagi Frakkastígsreits - 6. mars 2011

Hávaði frá Bar 11 - 9. desember 2010

Bókun ÍMR vegna samþykktar borgarráðs - 13. október 2010

Umsögn ÍMR um tillögu og greinargerð Stýrihóps um staðsetningu og opnunartíma áfengisveitingastaða - 31. ágúst 2010

Staðsetning og opnunartími áfengisveitingastaða - 2. júlí 2010

Flutningur þjónustumiðstöðvar - 10. mars 2010

Um framkvæmd byggingareftirlits - 25. febrúar 2010

Bílastæðakort - 19. febrúar 2010

Staðsetning og opnunartími áfengisveitingastaða - 26. nóvember 2009

Snjóhreinsun og hálkueyðing - 3. febrúar 2009

Aðgerðir gegn hávaða í Miðborginni - 23. janúar 2009

Slippareitur, endurskoðun skipulags - 5. janúar 2009



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hafnarstræti í lok 19. aldar. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is