ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Áskorun, Bíó ParadísTil þeirra er málið varðar Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur skorar á borgarstjórn Reykjavíkur, menntamálaráðherra, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og eigendur Hverfisgötu 54 sem hýsir Bíó Paradís, einkahlutafélagið Karl Mikla, að finna lausn á húsnæðisvandræðum kvikmyndahússins svo síðasta miðbæjarbíóið geti verið áfram á sínum stað og geti gegnt menningarhlutverki sínu. Bíó Paradís, sem er að mestu rekið fyrir sjálfsaflafé hefur svipað menningarlegt hlutverk fyrir kvikmyndir og Þjóðleikhúsið fyrir leiklist, Harpa fyrir tónlist og Listasafn Íslands fyrir myndlist en allar þessar stofnanir eru í miðborg Reykavíkur, þó eins og Bíó Paradís þjóni þær öllu höfuðborgarsvæðinu og í raun landinu öllu. Í Bíó Paradís er lögð áhersla á listrænar myndir svo fyrsta fjölsalabíóhús landsins hentar afar vel því margar myndanna ganga aðeins í skamman tíma. Þá hefur í Bíó Paradís verið lögð áhersla á íslenskar myndir, leiknar og heimildamyndir og myndir frá öðrum málsvæðum en því enska, reglulega eru haldnar þar kvikmyndahátíðir og þar hafa grunnskólanemendur fengið kvikmyndafræðslu. Það er ósk stjórnar ÍMR að fundin verði viðunandi lausn á framtíðarekstri Bíó Paradísar og gerðar verði nauðsynlegar endurbætur á húsinu því það væri mikill missir ef þessi mannlífsmiðstöð hyrfi úr miðbænum. F.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |