ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



UmHverfisganga – Hvað er nú það?

UmHverfisgöngur eru tilraunaverkefni Íbúasamtaka Miðborgar í samstarfi við verkefnisstjóra miðborgarmála. Þetta eru göngur um afmörkuð svæði eða götur í hverfinu og er tilgangur þeirra að vera samráðsvettvangur borgaryfirvalda við íbúa til að bæta umhverfi þeirra. Reykjavíkurborg styrkir verkefnið.

Hverfisgöngur sem þessar eru aðferð til að leita samráðs við íbúa og þá sem eru starfandi í ákveðnu hverfi, götu eða hverfishluta um hvernig þeir upplifi nærumhverfið, t.d. með tilliti til öryggis, útiveru, aðgengi að þjónustu o.s.frv. Þátttakendur geta auk íbúa verið kjörnir fulltrúar, embættismenn, starfsfólk sveitarfélags á umhverfissviði og aðrir sem bera ábyrgð á hvernig nærumhverfið lítur út. Það felur í sér að fólk gengur saman um hverfið, eftir fyrirfram ákveðinni leið, og skoðar hvernig umhverfið lítur út með tilliti til öryggis og lífsgæða og ræðir hvaða úrbóta sé þörf.

Hugað að:
Öryggi
Útiveru
Ástandi eigna og umhverfis
Aðgengi að þjónustu
Lífsgæðum

Þátttakendur:
Íbúar
Kjörnir fulltrúar og embættismenn
Starfsmenn á umhverfissviði
Aðrir embættismenn og starfsmenn eftir því sem við á, td. lögregla
Aðrir hagsmunaaðilar

Gangan:
Hámark ein og hálf klukkustund
Hámarksvegalengd 3 km
Jöfn þátttaka kynja
Þátttaka barna ef það á við
Upplýsingum miðlað

Að göngu lokinni:
Hvað má bæta?
Aðgerðaáætlun
Framkvæmdatími
Gangan endurtekin
Mat

Hvað þarf að gera?
Frumkvæði þarf að koma frá íbúum
Skilgreint göngusvæði og áherslur
Skipa göngustjóra
Íbúasamtökin og verkefnastjóri miðborgarmála aðstoða við kynningu og framkvæmd

Íbúar í miðborginni geta sótt um að taka þátt í þessu verkefni með því að senda póst á netfangið midbaerinn@midbaerinn.is

Fyrsta UmHverfisgangan var farin um Iðnaðarmannareit. Hér er skýrsla um það verkefni

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is