ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Ályktun vegna undanþágubeiðni Ölgerðarinnar

Dagur B. Eggertsson
Borgarstjóri
Ráðhúsi Reykjavíkur
101 Reykjavík

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur lýsir yfir ánægju sinni með að heilbrigðisnefnd Reykjavíkur og Umhverfisstofnun hafi hafnað beiðni Ölgerðar Egils Skallagrímssonar um undanþágu frá reglugerð um hávaða til að geta byrjað vörulosun í miðbæ Reykjavíkur klukkan fjögur að nóttu í staðinn fyrir klukkan sjö að morgni.

Íbúar miðborgarinnar verða nú þegar fyrir umtalsverðu ónæði að næturlagi vegna hávaða frá næturlífi, sorphirðu, götusópun, umferð ferðamanna og byggingaframkvæmda en margir þeir sem standa fyrir ofantaldri athafnasemi eiga í erfiðleikum með að halda sig innan þeirra marka sem lög og reglugerðir leyfa. Leyfi til að afferma vörur frá klukkan fjögur að nóttu myndi óhjákvæmilega auka ónæði af hávaða á þeim tíma sem helst er ró í miðbænum.

Íbúasamtök Miðborgar skora á borgaryfirvöld að verja rétt íbúanna til þess að hafa svefnfrið á næturnar en í 4. grein lögreglusamþykktar Reykjavíkurborgar er bannað er að hafast nokkuð að sem veldur ónæði eða raskar næturró manna.

F.h. Íbúasamtaka Miðborgar
Benóný Ægisson formaður

Samrit:
Borgarfulltrúar
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur
Umhverfisstofnun
Umboðsmaður Alþingis
Lögreglustjórinn í Reykjavík
Fjölmiðlar

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is