ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Ályktun um þingsályktunartillögu

151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 39 — 39. mál.

Ályktun stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar:

Stjórn ÍMR telur spurninguna sem leggja á fyrir kjósendur of leiðandi, að tillagan sé aðför að skipulagsvaldi sveitarfélags og bendir á að gerður hefur verið samningur milli ríkis og borgar um að Reykjavíkurflugvöllur víki.

Vatnsmýrin hefur verið lendingarstaður flugvéla frá árinu 1919 en hann fékk núverandi mynd á stríðsárunum. Þá var Reykjavíkurflugvöllur á opnu svæði og fjær byggð en núna liggja þéttbýlustu hverfi höfuðborgarsvæðisins að vellinum. Stöðugt hefur verið þrengt að vellinum með byggingum á undanförnum áratugum og flugvélar orðið stærri og öflugari. Í gegnum tíðina hafa orðið mannskæð flugslys á vellinum og í nágrenni hans og í ljósi ofantalins má vera ljóst að hættan á því að það gerist aftur hefur ekki minnkað. Benda má á að borgir eins og Berlín, London og Rotterdam hafa verið að leggja niður eða minnka notkun á sambærilegum flugvöllum.

Samrit sent þingmönnum Reykjavíkur norður

F.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur
Benóný Ægisson formaður

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is