ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Betri hverfi, kosning.Reykjavík, 17. apríl 2012 Borgarstjórinn í Reykjavík Mál: Betri hverfi, kosning. Á fundi Íbúasamtaka Miðborgar var í dag gerð eftirfarandi samþykkt: Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar lýsir yfir ánægju með hugmyndafræði verkefnisins Betri hverfi og er því fylgjandi að íbúar geti valið um framkvæmdir á vegum borgarinnar sem eru til bóta fyrir nærumhverfi þeirra. Hinsvegar hefur gætt megnustu óánægju meðal íbúa miðborgarinnar með þau verkefni sem þeir gátu kosið um því flest lutu þau að almennu viðhaldi í miðborginni en ekki að sérhagsmunum íbúanna. Þar voru t.d. engar tillögur sem lutu að því að bæta aðstöðu barna og unglinga í miðborginni, sem er mjög bágborin eins og kom fram á málþingi um Miðborgina sem íbúahverfi sem haldið var fyrr í vetur. Það er ljóst að fagteymið sem valdi tillögurnar hefur ekki kynnt sér niðurstöður málþingsins og veldur það stjórn Íbúasamtakanna nokkurri furðu, því skýrari leiðarvísi hefði fagteymið ekki geta fengið. Stjórnin er fylgjandi öllu sem miðar að því að auka íbúalýðræði, en þegar kemur að verkefnum eins og Betri hverfi þurfa íbúarnir að hafa raunverulegt val. Annað er skrumskæling á lýðræðinu. Virðingarfyllst Magnús Skúlason Afrit: Verkefnistjóri fagteymis um Betri Hverfi |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |