ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Fundur með frambjóðendum

Íbúasamtökin gengust fyrir málþingi í Spennistöðinni laugardaginn 14. apríl 2018 þar sem fulltrúum allra framboða til borgarstjórnarkosninga var boðið á til að kynna stefnu sína í málefnum miðbæjarins og svara spurningum sem voru þannig til komnar að íbúum gafst kostur á að leggja til spurningar á Fb-síðu Íbúasamtakanna og voru spurningarnar þversumman af óskum íbúanna. Íbúarnir vildu fá svör við því hvaða áætlanir framboðin hefðu um að gera miðborgina fjölskylduvænni svo meiri líkur séu  á að hún héldist áfram í byggð, það var spurt um þéttingu byggðar og verndun eldri byggðarinnar, um hvernig framboðin hygðust takast á við umferðarvandann í miðborginni og hvernig þau ætluðu að verja útsvarspeningum miðborgarbúa. 70-80 manns mættu málþingið.

Fundarstjóri var Benóný Ægisson en eftirtaldir fulltrúar tólf framboða mættu í Spennistöðina:

Samfylkingin: Dagur B Eggertsson
Vinstri græn: Stefán Pálsson
Píratar: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Framsóknarflokkur: Snædís Karlsdóttir
Höfuðborgarlistinn: Björg Kristín Sigþórsdóttir
Miðflokkurinn: Baldur Borgþórsson
Sjálfstæðisflokkur: Hildur Björnsdottir
Viðreisn: Diljá Ámundadóttir
Alþýðufylkingin: Þorvaldur Þorvaldsson
Flokkur fólksins: Kolbrún Baldursdóttir
Sósíalistaflokkurinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir
Frelsisflokkurinn: Gunnlaugur Ingvarsson

Umræður - upptaka

 

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is