ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Börnin í miðbænum

Annað málþing vetrarins 2016-17 um miðborgina þar sem íbúarnir hafa orðið var haldið 12. nóvember í Spennistöðinni, félags og menningarmiðstöð Miðborgar. Íbúasamtök Miðborgar, Foreldrafélag og Nemendafélag Austurbæjarskóla og foreldrafélög leikskóla í hverfinu stóðu að málþinginu og var það hluti af verkefninu Heil brú Þar var fjallað um aðstæður barna og unglinga í miðborginni, spurt hvað væri fjölskylduvænt hverfi og hvort miðborgin uppfyllti öll skilyrði til að teljast fjölskylduvæn.

Málþingið var með þeim hætti að fyrst fluttu íbúar stutt framsöguerindi en síðan var hópavinna. Hóparnir fjölluðu um efni eins skóla og leikskóla, aðstöðu barna og unglinga til tómstundaiðkunnar, leiksvæði, Spennistöðina og umferðaröryggi og almenningssamgöngur. Hóparnir sammæltust um nokkrar tillögur til úrbóta og lykilspurningar til að beina til stjórnmálamanna og embættismanna sem sátu í pallborði. Þegar þeim hafði verið svarað var orðið laust.

Dagskrá

Framsöguerindi:
Dagur B Eggertsson borgarstjóri
Hvernig er að alast upp í 101? Innlegg frá ungu fólki
Unglingahópur; Embla Diljá Challander, Telma Jeanne Bonthonneau, Unnsteinn Beck, Melkorka Ýr Bustos og Ronja Ísabella Benediktsdóttir Ungmennahópur; Elva Gestsdóttir og Ingimundur Bergmann Sigfússon Spennistöðin fimm árum síðar – Benóný Ægisson og Birgitta Bára Hassenstein, fulltrúar íbúa í húsráði Spennistöðvarinnar

Framsöguerindi - upptaka

Hópavinna um eftirfarandi málefni:
Skólar og leikskólar
Frítími – íþróttir og tómstundir
Spennistöðin
Leiksvæði, garðar og torg
Strætó og umferðin
Allt hitt. Það sem ekki rúmast í hinum hópunum

Hópavinna og lýsing málþingsins

Í pallborði sitja:
Dagur B Eggertsson borgarstjóri
Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri Tjarnarinnar
Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Austurbæjarskóla
Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar
Skúli Helgason formaður Skóla og frístundaráðs
Þórgnýr Thoroddsen formaður Íþrótta og tómstundaráðs
Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri Umhverfis og skipulagssviðs

Umræður - upptaka

 

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is