ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Erindi: Reglur Bílastæðasjóðs

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Formaður Borgarráðs

Stjórn Ibúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur hafa borist kvartanir vegna reglna Bílastæðasjóðs um úthlutun Íbúakorta. Kvartað er yfir því að ekki sé hægt að fá íbúakort nema eiga bifreið og þeir sem eru með bílaleigubíla á langtímaleigu eða um stundarsakir td vegna vegna sérstakra aðstæðna eða viðgerða á eigin bifreið fái neitun við slíkum erindum. Þykir fólki þetta hálfgerð forneskja á tímum bíllauss lífsstíls og deilibíla.

Einnig væri ástæða til að skoða svæðaskiptingu íbúakortanna því mjög mismunandi er hve mikil ásókn er í svæðin. Og hvernig á t.d. að bregðast við ef deilibílar verða algengir en þeir aðilar sem deila bílnum búa á sitt hvoru svæðinu? Þurfa þeir mörg íbúakort fyrir sama bílinn?

Nú stendur til að fjölga göngugötum í miðborginni en enn hafa vandræði þeirra sem búa við þær vegna aðflutninga ekki verið leyst. Leyfilegt er að aka um göngugöturnar á morgnanna með vörur til fyrirtækja en sá tími hentar illa þeim íbúum sem eru í námi eða vinnu og þurfa að flytja vörur eða þunga hluti til eða frá híbýlum sínum. Finna þarf lausn á þessum vanda því varla er sanngjarnt að sekta þessa íbúa.

Það er bráðnauðsynlegt að gera reglur Bílastæðasjóðs nútímalegri og sveigjanlegri og býður stjórn ÍMR fram aðstoð sína við það verkefni.

Samrit sent borgarfulltrúum

F.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur
Benóný Ægisson formaður

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is