ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Bókun ÍMR vegna samþykktar borgarráðs

Reykjavík, 28. október 2010

Borgarráð Reykjavíkur
Ráðhúsinu við Tjörnina
101 Reykjavík

Bókun Íbúasamtaka miðborgar, vegna samþykktar Borgarráðs frá 13.10.2010 um breytingar á opnunartíma áfengisveitingastaða, í Hverfisráði miðborgar þann 28.10. 2010.

Stjórn íbúasamtakann lýsa yfir megnri óánægju með ofangreinda samþykkt sem felur í sér klukkustundarstyttingu í tveim áföngum á einu ári. Í samþykktinni kemur ekkert fram um varnir gegn hávaða eða vörnum gegn ofbeldismönnum sem ganga lausir og eru aðallega á ferðinni eftir kl. 3.00. Röksemdafærslu Íbúasamtakanna og lögreglu er að finna í álitum, samþykktum og bréfum sem ekki verða endurtekin hér.

Þá lýsir stjórn Íbúasamtaka yfir ennþá meiri óánægju yfir afstöðu Hverfisráðs sem hefur tekið undir ofangreindar tillögur sem nú hafa verið samþykktar í Borgarráði. Íbúasamtökin höfðu vænst þess að Hverfisráðis myndi að einhverju leyti hlusta á raddir íbúa.

Það má fullyrða að hvergi á byggðu bóli megi finna það skrílsástand sem tíðkast í Reykjavík um hverja helgi og stafar ekki síst af of löngum opnunartíma áfengisveitingahúsa.

Virðingarfyllst

Magnús Skúlason
formaður

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is