ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Athugasemdir vegna Grettisgötu 9A og 9B

Skipulags- og skipulagssvið
Borgartún 12-14
105 Reykjavík

2. mars 2015

Erindi: Athugsemdir við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grettisgötu 9A og 9B

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar lýsir ánægju með breytingu á götumynd Grettisgötu í framkominni tillögu þar sem gert er ráð fyrir flutningi tveggja eldri timburhúsa á tvær lóðir við Grettisgötu sem nú eru nýttar fyrir bílastæði. Íbúasamtök Miðborgar lýsa ánægju með að í framkominni tillögu er   gætt að samræmi við nærliggjandi hús og yfirbragði aðliggjandi byggðar.

Þar sem tillagan gerir ráð fyrir verulegri fækkun bílastæða við Grettisgötu vilja Íbúasamtökin minna á nauðsyn mótvægisaðgerða og leggja til að opnað verði fyrir almenna notkun íbúakorta að bílastæðahúsum Bílastæðasjóðs.

Eins er bent á að staðsetning tveggja sérstakra stæða inni á lóðunum við Grettisgötu 9A og 9B er ekki í samræmi við markaða stefnu borgarinnar um bílastæði inni á lóðum.

Virðingarfyllst
f. h. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar
Sverrir Þórarinn Sverrisson
formaður

 

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is