ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Erindi: Hverfið mittTil þeirra er málið varðar Á stjórnarfundi Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur 12. janúar 2021 var samþykkt að fara fram á það að stjórn ÍMR yrði umsagnaraðili um tillögur í verkefninu Hverfið mitt 2020-2021. Það er ekkert launungarmál að oft hefur verið óánægja með val á tillögum í atkvæðagreiðslu í miðborginni og íbúum hefur fundist margar þeirra vera íbúum til lítils gagns. Því væri til mikilla bóta að stjórn ÍMR kæmi að borðinu svo sýn íbúa hafi áhrif á valið og þar sem ÍMR hefur ekki lengur aðild að Ibúaráði Miðborgar og Hlíða fer stjórnin fram á það að fá að segja álit sitt á framkomnum tillögum. Kær kveðja F.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |