ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Umboðsmaður borgarbúa

Reykjavík, 22. febrúar 2013

Borgarráð Reykjavíkur
Ráðhúsinu við Tjörnina
101 Reykjavík

Erindi: Starf umboðsmanns borgarbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar lýsir yfir ánægju með það framtak Reykjavíkurborgar að stofna stöðu umboðsmanns borgarbúa þar sem helstu verkefni verða m.a, að leiðbeina íbúum í samskiptum þeirra við embætti og stofnanir borgarinnar, veita íbúum ráðgjöf um rétt sinn og leiðbeina borgarbúum og fyrirtækjum sem telja á sér brotið við meðferð mála hjá Reykjavíkurborg.

Íbúasamtök Miðborgar óska Inga B. Poulsen, nýskipuðum umboðsmanni borgarbúa, velfarnaðar í starfi. Jafnframt óska Íbúasamtökin Borgarstjórn og íbúum Reykjavíkur til hamingju með það skref sem hér hefur verið stigið til að tryggja betur vandaða málsmeðferð og réttindi borgaranna.

Virðingarfyllst

f. h. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar
Sverrir Þ. Sverrisson formaður

Afrit: Fjölmiðlar

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is