ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
BílastæðakortReykjavík, 19. febrúar 2010 Borgarstjórinn í Reykjavík Erindi: Framkvæmd laga og reglna í miðborginni um stæði fyrir bifreiðar . Stjórn Íbúasamtaka miðborgar tók til umfjöllunar á fundi sínum nýlega, samskipti borgaranna við Borgarstjórn og Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins vegna framkvæmda laga og reglna um lagningu bifreiða á götum og sérmerktum bifreiðastæðum á félagssvæði samtakanna. Íbúar í miðborginni hafa kvartað undan samskiptum sínum við stjórnvöld Reykjavíkurborgar einkum starfsmenn Bílastæðissjóðs. Umkvörtunarefnið er af tvennum toga. Kvartað er undan því að verulega hafi verið skert þau svæði sem korthafar eiga rétt á að leggja bifreiðum sínum í miðborginni. Þetta hafi skapað ófremdarástand og einkum á þetta við næst Kvosinni og þar sem mikið er um verslanir, kaffihús og menningarstofnanir. Íbúasamtökin hvetja stjórnvöld borgarinnar til að taka til endurskoðunar reglur sem um þetta gilda hið allra fyrsta og þá í samráði við Íbúasamtökin. Hitt atriðið er afleiðing af hinu fyrra. Handhafar bílastæðiskorta eiga nú færri kosti vegna skerðingar svæðanna. Þetta verður sérstaklega tilfinnanlegt ákveðna daga ársins þegar örtröð myndast í miðborginni. Einmitt þá leggur lögreglan og gæslumenn Bílastæðissjóðs til atlögu. Þeir sem einkum verða illa úti eru íbúar miðborgarinnar og traustir viðskiptamenn Bílastæðissjóðs sem hafa neyðst til að finna bifreiðum sínum stæði utan vébanda þess svæðis sem kortin heimila. Það er engu líkara en að bifreiðar með gildum íbúakortum verði einna helst að skotspæni löggæslumenna og stæðisvarða sem beita sektarákvæðum ótæpilega. Stjórn Íbúasamtaka miðborgar beinir því til Borgarstjóra Reykjavíkur og Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að við framkvæmd laga og reglna um bifreiðastæði verði gætt meðalhófsreglu og tekið tillit til aðstæðna áður en sektarákvæðum er beitt gagnvart borgurum sem greinilega hafa lent í erfiðleikum vegna tímabundinna aðstæðna í borginni og eiga engra annara kosta völ. . Virðingarfyllst fh. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |