ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Erindi: Reglur Bílastæðasjóðs

Þorsteinn R Hermannsson
Samgöngustjóri Reykjavíkur

Athugasemdir stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur (ÍMR) við breytingatillögur á reglum Bílastæðasjóðs:

Stjórn ÍMR fagnar því að verið er að gera tilraun til að bregðast við gagnrýni á reglur Bílastæðasjóðs þar á meðal gangrýni okkar sem kom fram í bréfi ÍMR til formanns borgarráðs í september 2020 þó það valdi vonbrigðum að boð okkar um aðstoð við að breyta reglunum var ekki þegið og að við vorum ekki beðin um umsögn um breytingarnar.

Nýju reglurnar gera ráð fyrir því að fólk geti verið með bílaleigubíl eða bíl frá vinnuveitanda og er það vel. Einnig er gert ráð fyrir deilibílum sem tilheyra fleiri en einu svæði en þar er óskýrt hver kostnaður er við það. Varla getur talist réttlátt að greiða tvöfalt eða þrefalt verð fyrir slíkt íbúakort því bíllinn tekur alltaf sama plássið sama á hvaða svæði hann stendur.

Þá finnst okkur vanta rökstuðning á því hversvegna þarf að endurnýja kortin á hálfs árs fresti í staðinn fyrir árlega sérstaklega ekki ef fólk býr árum eða áratugum saman á sama stað. Fólk á heldur ekki að þurfa að sækja um á hverju ári ef ekkert hefur breyst varðand búsetu og bifreiðaeign heldur á að endurnýja íbúakortið sjálfkrafa þar til fólk segir kortinu upp eða fær sér nýjan bíl. Til að koma til móts við þá sem þurfa íbúakort fyrir bílaleigubíla mætti bjóða upp á kort sem gilda til skamms tíma eða þann tíma sem íbúinn þarf á bílnum að halda.

Við hræðumst það að þetta hringl með gildistíma verði nýtt til að hækka gjald fyrir íbúakort þannig að árlegur kostnaður vegna þeirra verði hærri en nú er. Og því mótmælum við harðlega - enda íbúar miðborgarinnar nánast einu íbúar borgarinnar sem búa við takmarkanir í þessum efnum og þurfa að greiða fyrir að leggja bílum sínum við heimili sín. Kostnaður við íbúakort á því ekki að vera hærri en sem svarar kostnaði við umsýslu við útgáfu kortanna og þau eiga ekki að vera tekjulind fyrir Bílastæðasjóð.

Meðfylgjand er bréf formanns ÍMR til formanns borgarráðs og samrit er sent til formanns borgarráðs, formanns íbúaráðs Miðborgar og Hlíða og formanns skipulags og samgönguráðs

Kær kveðja

F.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur
Benóný Ægisson formaður

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is