ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Umferð í miðbænumFyrsta málþing vetrarins hjá Íbúasamtökum Miðborgar er um samgöngur í miðbænum. Málþingið verður í Spennistöðinni, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar laugardaginn 12. október kl. 13-15. Fjallað verður um umferðarmál, almenningssamgöngur, akstur með ferðamenn og ýmislegt fleira sem lýtur að umferð um miðbæinn. Umferð um miðborgina hefur aukist mikið í miðborginni á undanförnum árum einkum vegna aksturs með ferðamenn og auknum fjölda bílaleigubíla sem ferðamönnunum fylgja því flestir þeirra búa í miðborginni á meðan þeir dvelja í höfuðborginni. Tilgangur málþingsins er ekki síst að gera miðborgina öruggari fyrir umferð barna og minnka skaða sem hlýst af mikill bílaumferð. Einnig að ræða hvernig bæta má almenningssamgöngur um hverfið. Þá hefur umferð um miðbæinn oft verið takmörkuð vegna framkvæmda og lokanir tíðar vegna viðburða. Frummælendur og þátttakendur í pallborði eru: Þorsteinn R Hermannsson
samgöngustjóri Reykjavíkurborgar Að framsöguerindum loknum er orðið laust og íbúar geta tjáð sig um efnið eða beint fyrirspurnum til pallborðsins.
|
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |