ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Málþingi aflýst vegna dræmrar þátttöku

Málþingi Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur með þingmönnum Reykjavíkur norður sem fara átti fram laugardaginn 29. september í Ráðhúsi Reykjavíkur var aflýst vegna dræmrar þátttöku þingmannanna. Til stóð að halda málþingið því nú fara kjördæmadagar í hönd en þá er gert þinghlé svo þingmenn geti heimsótt kjördæmi sín. Öllum þingmönnum Reykjavíkur norður var boðið til málþingsins til að ræða við íbúa miðborgarinnar um þau málefni hverfisins sem að þeim snúa, það er að segja með tilliti til lagasetningar um skipulagsmál, atvinnumál, velferðarmál og fleira.

Einungis þrír þingmenn Reykjavíkur norður þáðu boð ÍMR en tveir þeirra voru ekki vissir um hvort þeir gætu setið allt málþingið vegna anna en þingmenn kjördæmisins eru ellefu úr sex stjórnmálaflokkum. Aðrir þingmenn höfðu í hyggju að vera úti á landi eða erlendis eða svöruðu ekki erindi Íbúasamtakanna sem barst þeim fyrst fyrir tæpum þremur mánuðum.

Stjórn ÍMR harmar áhugaleysi þingmanna Reykjavíkurkjördæmis norður á að ræða við kjósendur sína í miðborginni en sá engan tilgang í því að halda málþingið undir þessum kringumstæðum og þess vegna var því aflýst.

 

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is