ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News

Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook


Hafnarstræti

Hafnarstræti á ofanverðri 19. öld. Eins og sést liggur gatan í boga enda fylgir hún gömlu
strandlínunni í víkinni. Flest húsanna næst á myndinni standa enn, húsið lengst til vinstri
er Hótel Alexandra sem byrjað var að byggja árið 1824 en 1879 fékk húsið það útlit sem það
hefur í dag. Næsta hús við var Barnaskóli Reykjavíkur sem tók til starfa 1862 en seinna var
í húsinu pósthús og lögreglustöð en nú hefur Hitt húsið þar aðsetur. Eins og sést er komin
götulýsing en Bæjarstjórn Reykjavíkur fékk 2.000 kr. lán í hafnarsjóði til þess að kaupa
götuljósker, sem komu hingað árið 1876. Fyrsta ljóskerinu var valinn staður á Lækjarbrúnni
við Bankastræti. Eitthvað var gleði bæjarbúa blandin og töldu sumir að það væri hreint og klárt
hneyksli að bæjarstjórn væri að taka lán úr hafnarsjóði til þess að lýsa fyllibyttum og þjófum
til vegar um bæinn.

Hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Tilbaka

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is