ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Lokastígur 2/ Þórsgata 1. Sameining lóðaReykjavík, 25. maí 2012 Skipulagsráð Reykjavíkur Mál: Lokastígur 2/ Þórsgata 1. Sameining lóða. Á fundi Íbúasamtaka Miðborgar þann 22. maí var ofangreitt mál rætt og eftirfarandi samþykkt gerð: Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar telur af fenginni reynslu að sameining lóða í eldri borgarhlutum hafi ekki verið til góðs. Slíkt skerði hið sögulega byggðamynstur sem ber að hafa í heiðri. Því er heilshugar tekið undir eftirfarandi í drögum að stefnu um borgarvernd í aðalskipulagi 2010-2030 sem kynnt var í Hverfisráði Miðborgar fyrir skömmu: "Meðan grunnmynstur byggðarinnar er verndað og ekki er mögulegt að sameina lóðir nema að ákveðnum skilyrðum gefnum, þá er minni líkur á að byggð verði stórkarlaleg mannvirki sem raska hinu sögulega mynstri". Þá er einnig gerð athugasemd við að með sameiningu ofangreindra lóða er farið með atvinnurekstur inn í skilgreinda íbúabyggð. Virðingarfyllst fh. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Afrit: Fjölmiðlar |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |