ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Aðgerðir gegn hávaðaReykjavík, 23. janúar 2009. Vinnueftirlit ríkisins, Erindi: Aðgerðir gegn hávaða í miðborg Reykjavíkur. Stjórn Íbúasamtaka miðborgar vill vekja athygli Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Vinnueftirlits ríkisins á vaxandi hávaða frá auknum fjölda veitingahúsa í miðborg Reykjavíkur. Þessi þróun er íbúum til mikils ama og ónæðis. Iðulega keyrir um þverbak í þessum efnum um helgar þegar hljómsveitir og plötusnúðar stilla hljómflutningstæki þannig að húsnæði og innbú íbúa í næsta nágrenni leikur á reiði skjálfi vegna hávaða þannig að fólki er vansvefta nótt eftir nótt. Stjórnin telur að staðan sé orðin þannig að hún brjóti í bága við lög og reglur sem gilda um hávaða og að mál sé að linni. Ástandið er þannig að það stofnar heilsu nágranna, gesta og starfsmanna þessara staða í hættu. Stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur beinir þeim eindregnum óskum til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Vinnueftirlits ríkisins að þegar verði gerð úttekt á hávaða sem stafar frá veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur og gerðar ráðstafanir sem tryggi að íbúar á svæðinu geti notið eðlilegrar hvíldar á heimilum sínum. Enn fremur að gestir og starfsmenn veitingastaðanna verði ekki fyrir heilsutjóni af þessum sökum. Virðingafyllst, f. h. stjórnar Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, Magnús Skúlason formaður. Afrit: Borgarstjóri |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |