ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Ályktun um Íslenskuver og skólamunastofu

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur
Skúli Helgason formaður

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur mótmælir þeim fyrirætlunum að gera Íslenskuver fyrir erlend börn í risi Vitastígsálmu Austurbæjarskóla sem Hollvinasamtök Austurbæjarskóla hafa nú til afnota fyrir skólamunasafn. Aðgengi er slæmt að þessu rými, flóttaleiðir langar og það stenst ekki nútímakröfur um skólahúsnæði barna. Skemmst er að minnast þess að árið 2010 kom upp eldur í risi skólans sem frístundamiðstöð hverfisins hafði þá til umráða og var þá hætt að nota það rými fyrir nemendur.

Stjórn ÍMR vill benda á að Austurbæjarskóli hefur yfir betra húsnæði að ráða þar sem aðgengi er gott og það stenst nútímakröfur en það er Spennistöðin sem stendur sunnan við skólann. Austurbæjarskóli hefur þetta húsnæði til umráða kl. 8-14 virka daga en hefur lítið notað það frá árinu 2014 þegar Spennistöðin, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar var opnuð. Þá hefur Reykjavíkurborg einnig fengið Vörðuskóla til umráða og væri þar mögulegt framtíðarhúsnæði fyrir Íslenskuver.

Skólamunasafnið er merkileg stofnun sem velunnarar skólans hafa komið upp af mikilli eljusemi og geymir ýmsa muni frá 90 ára sögu skólans. Finna þarf lausn á því hvernig framtíðarstarfsemi safnsins verður best fyrir komið en þar til slík lausn er fundin mælir stjórn ÍMR með því að Hollvinasamtökin fái áframhaldandi afnot af risinu enda er það hvort eð er óhæft fyrir skólastarfsemi

Samrit sent borgarfulltrúum, sviðsstjóra skóla og frístundasviðs, skólastjóra Austurbæjarskóla og fjölmiðlum

Kær kveðja

F.h. Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur
Benóný Ægisson formaður

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is