ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Vorblót Íbúasamtakanna

Laugardaginn 13. maí 2017 fögnuðu íbúar í Miðborginni vorkomunni með vorblóti í Spennistöðinni. Kveikt var upp í grillum og grillaðar pylsur handa gestum og gangandi en tveir ungir lúðraþeytarar léku matarmikla músík undir borðhaldinu. Arite Handke kenndi gerð einfaldra flugdreka sem sem óspart voru prófaðir fyrir utan Spennistöðina en einnig var fjallað um vorverkin í okkar ágæta bæjarhluta. Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslustjóri Garðyrkjufélags Ísland fjallaði um hreinsun, beð, mosa, slátt, gróðursetningu o.fl. Bryndís Björk Reynisdóttir verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands fjallaði um ræktun ætra plantna við þröng skilyrði og Hafsteinn Helgason íbúi á Baldursgötu saghði frá hvítlauksrækt sinni. Eftir að þau höfðu lokið máli sínu var orðið laust og upp hófust fjörlegar umræður um landbúnað í 101. 

 

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is