ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Ályktun vegna Bergstaðastrætis 18Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur lýsir yfir
stuðningi við Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur og Örn Úlfar Höskuldsson sem vilja
flytja hús sem byggt var 1902 á Bergstaðastræti 7 en stendur nú á
Vatnsleysuströnd á lóðina Bergstaðastræti 18. Gamla byggðin í miðborg Reykjavíkur hefur látið undan
síga á undanförnum áratugum, mörg gömul hús hafa verið rifin eða þau flutt
burt en í staðinn hafa verið byggð hús sem eru í allt öðrum hlutföllum en
gamla byggðin. Stjórn ÍMR skorar á borgaryfirvöld að snúa þessari þróun
við og hvetur þau til að fylgja fordæmi þeirra Vigdísar Hrefnu og Arnar
Úlfars um að fylla skörð í götumyndum miðborgarinnar með gömlum húsum sem
lent hafa á vergangi. Með vinsemd og virðingu F.h. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar |
Gömul myndGamla myndin er af Graf Zeppelin-loftfari yfir miðbænum 1930. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |