ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 8. október 2020Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 08.10.2020 kl. 18. (netfundur). Mætt:Benóný Ægisson (formaður), Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Magnús Skúlason, Ragnhildur Zoega og Vilborg Halldórsdóttir. 1. Aðalfundur: Fresta þarf aðalfundi þar til stjórnvöld heimila aftur almenn mannamót. 2. Síðsumarhátíð og Heil brú, staðan í Spennistöðinni: Sökum kóvid má ekki nýta Stöðina fyrir fundi og aðrar uppákomur samtakanna. Ákvörðunum um tímasetningar frestað. 3. Íbúaráð: Formaður gerði grein fyrir málum á fundum íbúaráðs, m.a. fyrirhuguðum lækkunum á umferðahraða. Hávaða vegna kráa og skemmtistaða, sjá bókum Íbúasamtakanna í fundargerð Íbúaráðs. Þörf er á reglubundnu samráði stofnana borgar og ríkis sem sjá um eftirlit, leyfisveitingar og endurnýjun leyfa. Slóð á fundargerðir Íbúaráðs 4. Leiksvæði, framhald verkefnis: Formaður tekur að sér að gera uppkast að ályktun varðandi leiksvæðin í hverfinu. 5. Fréttabréf ÍMR: Almenn ánægja stjórnar með fréttabréf samtakanna sem fylgdi Hverfisblaði Miðborgar og Hlíða nú í byrjun október. Fylgiskjal: Fréttabréf 6. Öryggi skólabarna í umferðinni: Formanni falið að vinna áfram að málinu - m.a. að gangbrautir/hraðahindranir verði þar sem þær gagnast best börnum á leið í skóla, samræmdar merkingar gangbrauta og að þrívíðar málaðar gangbrautir/hraðahindranir gætu verið kostur. 7. Bílastæðasjóður: Formaður upplýsir að málið hafi verið rætt í nefnd borgarinnar og tillaga lögð fram sem tekur á vandanum. Reglur Bílastæðasjóðs um íbúakort eru ekki í takt við nýja tíma - þ.e. að fleiri og fleiri velji að eiga ekki bíl en þess í stað leigja tímabundið bíl eða deila með öðrum. Fylgiskjal: Erindi til formanns borgarráðs vegna Bílastæðasjóðs 8. Samstarfshópur um málefni miðborgar: Formaður upplýsir að verkefni hópsins séu þau sömu og áður voru á borði Miðborgarstjórnar. 9. Miðborgarsjóður: Samþykkt að Íbúasamtökin sæki um fé í sjóðinn til að uppfæra vefsíðu samtakanna (sem er komin til ára sinna) og til að kynna starfsemina. 10. Umferðarskipulag í kvosinni: Formaður tekur að sér að semja drög að ályktun. Fylgiskjal: Umsagnir Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða í fundargerð 27.10.20 11. Vanhirt hús í hvefinu: Svar sem barst frá byggingafulltrúa við fyrirspurnum Íbúasamtakanna vekur fleiri spurningar en það svarar. Einar tekur að sér að gera uppkast að nýju bréfi tll borgarinnar þar sem m.a. verði kallað eftir aðgangi að bréfum til húseigenda sem vísað er til í svarbréfi byggingafulltrúa. Samskipti við byggingafulltrúa út af málinu Fundi sltið kl. 19.25 Guðrún Erla Geirsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |