ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 23. febrúar 2021Stjórnarfundur Íbúasamtaka Miðborgar 23. 02. 2021 kl. 20 í Djúpinu, Hafnarstræti. Mætt: Benóný Ægisson, Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Ragnhildur Zoega og Vilborg Halldórsdóttir. 1. Aðalfundur. Stjórnarkjör og lagabreyting: Samþykkt að halda aðalfund samtakanna 2. mars kl. 18 í Tjarnarsal Ráðhússins. Úr stjórn eiga að ganga Benóný, Guðrún Janus, Guðrún Erla, Ragnhildur og Vilborg. Guðrún Erla hefur lagt fram breytingatillögu við lög félagsins um að aðalfundur verði haldin í apríl, í stað ,,að hausti”. Aðalfundurinn verður auglýstur á fés-bókasíðu ÍMR, póstur sendur á netföng félagsmanna og keypt útvarps auglýsing i hádeginu og með fjögur fréttum. Ákveðið að ath með að fá Kára Egilsson píanóleikara til að spila við upphaf fundarins. 2. Íbúakortin: Lagt fram bréf formanns með ýmsum athugasemdum vegna fyrirhugaðra breytinga á reglum um íbúakort Bílastæðasjóðs. 3. Íslenskuver og Skólamunastofa: Formaður kynnti bréf sem hann hefur samið vegna íslenskuvers fyrir nemendur af erlendum uppruna. Þar er m.a. vakin athygli á að hægt sé að nýta Spennistöðina og einnig hafi borgin nýlega fengið Vörðuskóla og þar sé hægt að koma verinu fyrir. Bréfið verður sent borgarfulltrúum, formanni Skóla- og frístundaráðs og yfirmanni sviðsins. 4. Hverfið mitt 2020-2021: Eins og málum er nú háttað eru það Íbúasamtök Hlíða sem eiga að vera umsagnaraðili hvað varðar Miðborg (og Hlíðar) vegna hugmynda sem sendar voru inn og greidd atkvæði um í Hverfið mitt. Þar sem svo sérkennilega vill til að samkvæmt reglum erum við nú ekki umsagnaraðilar vegna tillagna sem varða hverfið okkar Því ÍMR á ekki fulltrúa í Íbúaráði fer formaður fram á við borgaryfirvöld að fá tillögurnar sendar og stjórn íbúasamtaka Miðborgar gefi umsagnir. 5. Formaður greinir frá bréfi sem hann sendi vegna vanhirts húss við austurenda Lindargötu. 6. Formaður kynnti verkefni borgarinnar ,,Velkomin”, sem hefur þann tilgang að bjóða innflytjendum sem búa í hverfinu velkomna. 7. Aukning hefur orðið á hundaeign og upp á síðkastið hefur hundaskítur verið til vandræða í hverfinu. Einar tekur að sér að athuga hvort í lögreglusamþykkt sé að finna reglur sem hægt er að benda á varðandi ábyrgð hundaeigenda á úrgangi hunda sinna. Formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs, en lýsir sig tilbúin að aðstoða nýjan formann við að setja sig inn í starfið. Formanni voru þökkuð sérlega vel unnin störf á liðnum árum. Fundi slitið kl 22.00 Guðrún Erla Geirsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |