ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 17. nóvember 2020Stjórnarfundur ÍMR þriðjudaginn 17. nóvember 2020 kl 20 (fjarfundur). Mætt: Benóný Ægisson formaður, Guðrún Erla Geirsdóttir, Magnús Skúlason, Margrét Einarsdóttir, Ragnhildur Zoega, Vilborg Halldórsdóttir. Dagskrá: 1. Þingsályktunartillaga um Reykjavíkurflugvöll: Umræða um flugvöll - mikill meirihluti fundarmanna telur að gera eigi athugasemdir við tillöguna.
2. Breyting á aðalskipulag: Formaður kynnti málið. 3. Úthlutun úr miðborgarsjóði. ÍMR sótti um eina milljón til að snjallvæða vef samtakanna. Því miður var engu úthlutað til verkefna sem ÍMR sótti um, né neinna verkefna sem hefðu komið íbúunum til góða. Ekki verður betur séð en megnið af fénu veitt var fari til rekstraraðila í Miðborginni. 4. Vefurinn Fundarmenn sammála um að nauðsynlegt sé að nútímavæða og endurskipuleggja heimasíðu Íbúsamtaka Miðborgar Reykjavíkur. Rætt um þörf á fjármögnunar verkefnisins. 5. Rætt um Betri hverfi Fundi slitið kl 21. 30 Guðrún Erla Geirsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |