ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 5. maí 2020Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 05.05.2020 kl. 20.00 í Spennistöðinni. Mætt: Benóný Ægisson (formaður), Einar Thorlacius, Eva Huld Friðriksdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Janus, Magnús Skúlason, Margrét Einarsdóttir, Ragnhildur Zoega og Vilborg Halldórsdóttir. Dagskrá: 1. Heil brú – Vorblót, málþing osfrv: Samþykkt tillaga formans að sökum veirufaraldursins verði fyrirhuguðum almennum fundum og uppákomum íbúasamtakanna frestað fram á haust. 2. Ályktun um Frakkastígsreit ofl: Málið rætt, en ákveðið að aðhafast ekki meira. Borginni var sent bréf þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum var mótmælt, en í svarbréfi var athugasemdum ekki svarað efnislega. Ályktunin 3. Sameiginleg ályktun íbúasamtaka: Ákveðið að senda ályktunina til borgarinnar. Ályktunin 4. Íbúaráð: Á næsta fundi Íbúaráðs verður m.a. kynnt fjárfestinga- og viðhaldsáætlun fyrir hverfið. Upplýst var að borgin hefur veitt viðbótarfjárveitingu til hverfanna vegna veirufaraldursins. Samþykkt að óskað verði eftir upplýsingum varðandi fyrirhugaðar breytingar á leikskólamálum i hverfinu. Ákveðið að leggja áherslu á leiksvæði í hverfinu, t.d.með því að formaður ræði á fundi ráðsins að æskilegt væri að fá fleiri leiksvæði í hverfið. 5. Midbaerinn.is: Formaður greindi frá að fundargerðir og helstu skjöl Íbúasamtaka Miðborgar frá síðustu árum sé hægt að finna á síðunni midbaerinn.is. Margréti falið að koma með tillögu um hvernig best sé að vista öll skjöl samtakanna á netinu. 6. Fundur með borgarstjóra um Spennistöð: Formaður hefur án árangurs beðið í ár eftir að fá viðtal við borgarstjóra. Samþykkt að óska eftir viðtali við fomann borgarráðs. 7. Önnur mál: Rætt um umgengni og sóðaskap í hverfinu t.d. hvað sé hægt að ætlast til af borgarbúum varðandi umhirðu og hvað sé á könnu borgarinnar. Fram kom að hægt er að koma með ábendingar til borgarinnar, t.d. varðandi sóðaskap, á vef reykjavik.is – ábending. Og að góð reynsla hefur verið af viðbrögðum um hvað betur megi fara. Framhaldsumræða um yfirgefin/ónýt hús í hverfinu - ákveðið að gera lista yfir þau og senda borginni, með ósk um úrbætur. Rætt um hve illa hlaupahjól, hjól og önnur rafknúin eða mannknúin hjól passa með gangandi vegfarendum á gangstéttum og stígum, ekki síst nú á tímum veirufaraldursins. Fundi slitið kl 21.45 Guðrún Erla Geirsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |