ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 4. febrúar 2020Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 04.02.2020 kl. 20.00 í Spennistöðinni. Mætt: Benóný Ægisson (formaður), Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Kári Sölmundarson, Magnús Skúlason, Margrét Einarsdóttir, Ragnhildur Zoega og Vilborg Halldórsdóttir. Dagskrá: 1. Fundur Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða í janúar: Formaður upplýsti um að hafa lagt fram samþykkt frá Íbúasamtökunum um bætta lýsingu í hverfinu og fyrirspurn varðandi veitingahús í hverfinu. Sjá fundargerð Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 28. janúar 2020. Fundargerð 2. Skammdegisgleði n.k. laugardag, 9. febrúar, kl 13: Á dagskrá verður Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, Kári Egilsson - píanóleikur, Salsa Ísland - danskennsla, Arite Fricke - föndursmiðja. 3. Málþing um næturlífið í Miðborginni, annan laugardag í mars: Samþykkt tillaga formanns um að boða á þingið fulltrúa frá Heilbrigðiseftirliti, formann borgarráðs, aðila frá veitingahúsaeigendum og lögreglunni í Miðborginni. Formaður býðst til að vera með framsögn og leggur til að fá annan fulltrúa íbúa. Ákveðið að reyna að fá einnig einhvern sem muni tala fyrir næturlífinu. 4. Starfið til vors: Þar sem páska ber upp á annan laugardag í apríl verða Íbúasamtökin ekki með dagskrá í þeim mánuuði. Ákveðið að sumarhátíð verði annan laugardag í maí og hún verði helguð hreinsun og tiltekt innnan hverfisins. 5.Hús í niðurníðslu: Rætt um hús við Skólavörðustíg og Óðinsgötu sem eru mjög illa farin, sem og nokkur önnur hús í hverfinu. Samþykkt að Íbúasamtökin sendi bréf til byggingafulltrúa og formanns Umhverfis- og skipulagsráðs og mótmæli að borgin geri ekki meir til að koma í veg fyrir að eigendur húsa láti þau drabbast niður. 6. Bíó Paradís: Samþykkt að formaður riti bréf þar sem skorað verði á opinbera aðila að sjá til þess að Bíó Paradís - eina kvikmyndahús Miðborgarinnar - verði rekið áfram. Áskorun ÍMR 7. Fundur íbúasamtaka miðsvæðis i borginni: Samþykkt að kalla til fundar í mars með stjórn íbúasamtaka 3. hverfis og Vesturbæjar til að ræða sameiginleg hagsmunamál hverfanna. 8. Hin sögulega miðja borgarinnar og fasteignaskattar: Ákveðið að rannsaka hvort möguleiki sé á að fara fram á það við borgina að lækka fasteignagjöld í Gamla bænum. Einnig umræða um að brunabótamat á gömlum uppgerðum timburhúsum Miðborgarinnar endurspegli ekki kostnað við að byggja þau upp ef til bruna kæmi. Sem dæmi þá er hver fermetri í endurbyggðum timburhúsum á Árbæjarsafni miklu dýrari en í steinhúsum - öfugt við það sem brunabótamat þessara húsa gefur til kynna. Fundi slitið kl 21.40 Guðrún Erla Geirsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |