ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Aðalfundur ÍMR 2023

Aðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar árið 2023 var haldinn í Spennistöðinni við Austurbæjarskóla, 27. apríl 2023 kl. 20:00. Fyrir fundinn lék Skólahljómsveit Austurbæjarskóla fjöruga og fallega lagasyrpu og Sigríður Arnardóttir (Sirrý) fór með hugleiðingar um hvernig er að búa miðborginni og sagði frá sinni reynslu og fjölskyldunnar. Sigrún Tryggvadóttir formaður hóf fundinn og lagðti til að Einar Örn Thorlacius sæi um fundarstjórn og að Ásdís Káradóttir ritaði fundargerð. Var það samþykkt. Aðalfundur var löglega boðaður.

Gengið var til dagskrár:

1. Skýrsla stjórnar: Sigrún Tryggvadóttir formaður gerði grein fyrir tilgangi og markmiðum íbúasamtakanna, stjórn og störfum frá síðasta aðalfundi, m.a. ályktunum, síðsumarhátíð, málþingi um sambýli við næturlífið og fjölmenningarlega vetrarhátíð.

Sjá skýrslu stjórnar.

2. Reikningar: Margrét Einarsdóttir gjaldkeri lagði fram endurskoðaða ársreikninga. Samþykktir samhljóða.

Sjá rekstrarreikning.

Boðið var upp á fyrirspurnir úr sal eftir 1. og 2. lið. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson formaður Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða þakkaði fyrir gott samstarf við samtökin en Sigrún formaður íbúasamtakanna situr í ráðinu.

3. Formannskjör: Sigrún Tryggvadóttir, sem tók við starfi formanns á síðasta ári, bauð sig fram til áframhaldandi setu til næstu tveggja ára. Hún var sjálfkjörin.

4. Stjórnarkjör: Kynnt var að nú lyki kjörtímabili Ásdísar Káradóttur, Guðrúnar Erlu Geirsdóttur (ritara), Péturs H. Jónssonar og Sigurðar Sigurðssonar en Óttarr Makuch og Matthildur Skúladóttir gengu úr stjórninni fyrr á árinu.

Pétur H. Jónsson bauð sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu og auk hans voru kjörnin í stjórn Sindri Freyr Ásgeirsson og Guðjón Óskarsson og sem varamaður Guðmundur Ólafsson.

Aðalfundurinn samþykkti, að tillögu Holbergs Mássonar, að stjórn fyndi fleiri íbúa til að fylla í skarð þeirra sem nú ganga úr stjórn, þ.e. einn aðalmann og einn varamann.

Stjórn skipa: Sigrún Tryggvadóttir (formaður), Birna Eggertsdóttir, Guðjón Óskarsson, Holberg Másson, Margrét Einarsdóttir, Pétur H. Jónsson og Sindri Freyr Ásgeirsson. Varamaður: Guðmundur Ólafsson. Stjórnarmenn skipta með sér verkum.

5. Skoðunarmenn: Skoðunarmenn reikninga voru samþykktir þau Guðlaug Björnsdóttir og Einar Örn Thorlacius.

6. Breytingar á samþykktum: Ekki var um að ræða breytingar á samþykktum samtakanna.

7. Fjárhagsáætlun: Margrét gjaldkeri kynnti fjárhagsáætlun næsta árs. Til stendur að halda aftur síðsumarhátíð og málþing í samstarfi við Foreldrafélag Austurbæjarskóla. Svigrúm fyrir aðra starfsemi er lítið.

8. Vinnuhópar: Fyrir fundinum lágu ekki fyrir tillögur um vinnuhópa og voru því engir vinnuhópar skipaðir. Það kemur í hlut nýrrar stjórnar.

9. Verkefni næsta árs: Á döfinni er að halda málþing um umferðaröryggi í miðborginni og síðsumarhátíð, sem fyrr segir.

10. Önnur mál: Stjórnin lagði fram tillögu að ályktun til Reykjavíkurborgar um að efla sorpþjónustu í miðborginni. Aðalfundur samþykkti tillöguna en fól jafnframt nýrri stjórn að lagfæra orðalag ályktunarinnar.

Fundi slitið kl. 21:30.

Ásdís Káradóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is