ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 12. janúar 2021

Stjórnarfundur ÍMR þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl 20 (fjarfundur).

Mætt: Benóný Ægisson formaður, Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir, Magnús Skúlason, Ragnhildur Zoega og Vilborg Halldórsdóttir.

Dagskrá:

1. Íbúaráð: Formaður greindi frá að borgin hefði ákveðið að framlengja um hálft ár núverandi fyrirkomulag Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða - þó með þeim breytingum að formaður Íbúasamtaka Hlíða tekur við sæti formanns Íbúasamtaka Miðborgar. Formanni falið að senda borginni bréf þar sem mótmælt er að formaður ÍMR eigi ekki fasta setu í íbúaráðinu.
Ályktun ÍMR um íbúaráð

2. midbaerinn.is. Fjármögnun: Formaður greinir frá að búið sé að endurgreiða borginni fé sem ÍSM fengu til að standa straum af fundum og uppákomum fyrir íbúa hverfisins. Sökum kóvid varð ekki af fyrirhuguðum samkomum og krafist borgin endurgreiðslu. Formanni falið að skrifa bréf þar sem farið verður fram á að borgin veiti sérstaka fjárveitingu til að uppfæra vef Íbúasamtakanna - sem er komin til ára sinna.

3. Frakkland: Vilborg greindi frá að Landslags arkitektadeild Landbúnaðarháskólans hefði tekið jákvætt í hugmynd um að skipuleggja leikvöll efst á horni Frakkastígs. Og að hún sé í sambandi við skipuleggjendur félagsstarfs eldri borgara til að kanna með samstarf um gerð leiktækja.

4. Hverfið mitt 2020-2021: Samþykkt að fara fram á að stjórn ÍMR verði umsagnaraðili um tillögur sem greidd verða atkvæði um í Hverfið mitt nú í vor.

5. Nýr leikskóli og fjölskyldumiðstöð: Umræða um fyrirhugaða lokun tveggja leikskóla í hverfinu og opnun leikskóla og fjölskyldumiðstöðvar á svæði austan við Austurbæjarbíó. Samþykkt að stefna að opnum fundi með íbúum hverfisins um málið síðar á árinu.

6. Niðurnítt hús við Vitatorg: Einar tekur að sér að skrifa borginni bréf vegna húss í niðurníðslu við Vitatorg. Einnig mun hann krefja borgina svara við fyrirspurnum sem ÍMR sendu vegna ófullnægjandi svara við spurningum um önnur niðurnídd hús í hverfinu.

7. Aðalfundur ÍMR: Samþykkt að halda aðalfund eins fljótt og auðið er. Formaður tekur að sér að athuga með að fá Tjarnarsal Ráðhússins fyrir fundinn.

Fundi slitið kl 21.15

Guðrún Erla Geirsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is