ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 31. október 2016

Mánudagur 31. október kl. 18.00 í fundarherbergi Stofunnar, Vesturgötu 3. Mætt: Benóný formaður, Guðrún gjaldkeri, Gerður, Hlynur og Gunnar meðstjórnendur og Birgitta varamaður. Einar ritari fjarverandi.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt án athugasemda.

2. Mál íbúa á Frakkastíg 26. Mikið af gögnum um málið barst samtökunum fylgdi, en ekkert eiginlegt erindi. Formaður sendi gögnin til Einars til rýningar. Málinu frestað.

3. Málþing um miðborgina 12. nóvember. Miðbærinn sem fjölskylduvænt hverfi. Hvað er fjölskylduvænt hverfi? Pallborð er fullskipað. Dagur B Eggertsson óskar eftir að fá að vera með erindi í upphafi málþings og er samþykkt að verða við því. Aðrir þátttakendur í pallborði eru Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Austurbæjarskóla, Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar, Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs, Þórgnýr Thoroddsen formaður Í.T.R., Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. Erindi frá íbúum vantar.. hugmyndir um hvað er fjölskylduvænt hverfi ? ... Hlynur heyrir í Gerði leikskólastjóra, vera með stutt erindi varðandi rúturnar og umferð við Skólavörðuholtið, mikið áhyggjuefni lengi hjá Gerði. Formaður mun boða til undirbúningsfundur, tillaga um fundartíma er nk. fimmtudagur kl. 20.00, staðsetning kennarstofa Austurbæjarskóla. Boðaðir verða fulltrúar stjórnar foreldrafélaganna í hverfinu. Birgitta finnur gögn frá síðasta málþingi, skipulag, umræðuhópar osfrv. Finna þarf borðstjóra, hugmynd að fá fulltrúa frá stjórnum foreldrafélaganna til að taka það að sér. Þarf að kynna málþingið vel, búa til plaköt, hengja upp í leikskólum í hverfinu, Bónus og víðar.

4. Næsta málþing, hvað á það að fjalla um? Tímasetning ákveðin í febrúar, tillaga að þema “Góðir grannar”. Umræður: Útvarpsþáttur Rúv. með sama þema sem Viðar Eggertsson stýrði. Hörður frá þjónustumiðstöðinni býður fram aðstoð við skipulag og undirbúning um fræðslu um nágrannavörslu. Fá fulltrúa lögreglu og tryggingafélags td. Sjóvá. Fá einhvern til að fjalla um nágrannarétt. Fá íbúa til að segja frá viðburðum í götunni þeirra, fá fulltrúa frá ólíkum götum eins og Sjafnargötu, Grettisgötu, Haðarstíg. Gerum hreint fyrir okkar dyrum ? – ábyrgð eigenda varðandi umgengni og þrif í kringum heimili sitt.

Tillaga um annað málþing “Ræktun í miðborginni” mars /apríl? Birgitta sagði frá foreldri í Austó sem hefði boðist til að vera með fræðslu um hvítlauksrækt. Gunnar sagði frá skemmtilegum dæmum um ræktun í Miðborginni, margir hópar víða í Reykjavík hafa tekið sig saman v. ræktun.

5. Heil brú, framhald? Birgitta sagði frá því að Arite sem var með flugdrekasmiðjuna væri reiðubúin til samstarfs um smiðjur í Spennistöðinni. Jafnvel eina fyrir jól og vera með smiðju einu sinni í mánuði á næsta misseri. Einnig mætti huga að samstarfi við Listkennsludeild Háskóla Íslands. Formaður sagði frá því að hann hefði sótt um styrki til Hverfisráðs m.a. til þess að halda áfram með verkefnið Heil brú. Ákveðið var að málþingið þann 12. nóv. yrði síðasti viðburðurinn í verkefninu Heil brú í Miðbænum þetta árið. Vel tekið í samstarf við Arite á næsta misseri.

6. Stýrihópur um aðventuna. Óskað var eftir að þátttöku íbúasamtakanna, Benóný tók sæti í þessum starfshóp. Hefur helst beitt sér og vakið athygli á ófremdarástandi við Hallgrímskirkju á gamlárskvöld. Tillögur um úrbætur eru að loka fyrir bílaumferð, skigreina sérstakt “skotsvæði” og hafa öryggisverði. Mætti skilgreina sérstök rútustæði á gamlárskvöld td. við Vörðuskóla og Austurbæjarskóla fyrir ferðamenn og gesti miðborgarinnar.

7. Tveir fulltrúar í samráð við stýrihóp um akstur ferðamanna. Gunnar B. Ólason tekur sæti í stýrihópnum fyrir hönd stjórnar og tillaga um Runólf Ágústsson sem íbúa utan stjórnar sem hefur pælt mikið í þessu. Benóný hefur samband við Runólf. Gunnar vekur athygli á því að skv. teikningu sem íbúasamtökin fengu ásamt erindinu, virðist eiga að færa umferð stórra bíla ferðaþjónustunnar og rútuumferð upp á Barónstíginn. Gunnar mun leggja til í nafni íbúasamtakanna að rútuumferð verði beint á Snorrabraut, af Barónstígnum. Rökin eru skólabörn, við Barónstíg er grunnskóli og svo Sundhöllin, börn mikið á ferð.

Dagskrá tæmd, næsti fundur stjórnar verður mánudaginn 28. nóv.
Fundi slitið 19.11 / fundargerð ritaði BBH


Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is