ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 31. mars 2009Þann 31. mars 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni að Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 17.00. Mætt eru: Gylfi, Benóný, Kári Halldór, Magnús, Hlín, Kristinn og Lilja. Auk þess er mættur Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Elín Gunnlaugsdóttir og Arnar Helgi Kristjánsson íbúar á Grettisgötu. Á fundinum gerðist eftirfarandi: 1. Miðborgin á kvöldin um helgar. Magnús kynnir efnið og leggur fram lög um skemmtanahald og lögreglusamþykktina (gr. 4 og 7). Stefán segir vandann liggja í leyfisveitingum borgarinnar og skýrir frá tengingu milli glæpa og opnunartíma skemmtistaða og að öryggistilfinning íbúa í miðborginni er mun minni en í öðrum hverfum. Stefán segir einu raunhæfu lausnina vera að færa næturklúbba úr miðborginni í önnur hverfi þar sem þau valda ekki ónæði og að barir og veitingastaðir loki mun fyrr á kvöldin. Stefán gerir grein fyrir bréfi sínu til borgarstjóra frá 12. nóvember 2008 og segir að einnig verði að taka á vöruafgreiðslutímum og stöðubrotum tengdum þeim. Kristinn mættur. Stefán segir frá því að borgin getur bannað drykkju utanhúss nema á afmörkuðum svæðum en segir að borgin hafi ekki sýnt nægan kjark og áræðni til að takast á við öll þessi mál. Arnar spyr um eftirlit með skemmtistöðum á nóttunni. Stefán segir að lögreglan sinni eftirliti en sé ekki að hávaðamæla, til þess þurfi að kalla út sérstaka aðila með tæki. Stefán segir einnig að þó vel sé fylgst með þá skipta staðir hratt um eigendur og þá byrjar hávaðinn aftur. Elín segir frá fundi sínum með borgarstjóra og að borgarstjóri hafi viðurkennt að veitingamönnum hafi verið sýnd linkind. Gylfi leggur til að borgarstjórn verði veitt aðhald svo fjallað verði um málið og komist að niðurstöðu með úrlausn fyrir íbúa. Elín segir að íbúar séu algjörlega búnir að missa þolinmæðina og tilbúnir í lögsókn. Rætt er um möguleika á gjafsókn fyrir íbúa í slíku máli, hópmálshöfðanir og hvernig sýna má fram á skaða íbúa. Stefán segir það sem breyttist við lengri opnunartíma vera að vandamálin færðust til, leigubílaraðir eru til dæmis ennþá vandamál. Gylfa er falið að gera drög að bréfi til borgarstjórnar. Kl. 18.00 Stefán, Elín og Arnar kveðja, Hjörleifur Stefánsson mættur. 2. Gröndalshús. Hjörleifur kynnir málið. Flutningur hússins var fyrst lagður til í Húsakönnun 1968 og síðan hefur umræðan oft komið upp, reiturinn hefur verið endurskipulagður og gerir núverandi deiliskipulag ráð fyrir því að húsið verð flutt og bílastæðahús byggt þar í staðin á bak við hærri byggingar. Hjörleifur var fenginn til að undirbúa flutning hússins. Þegar Reykjavíkurborg samþykkti deiliskipulagið gáfu þeir frá sér öll sín spil til þeirra sem nú eiga lóðina og hafa agjörlega klúðrað því að húsið verði varðveitt á sínum stað eða sem næst því. Þras við íbúa í Grjótaþorpi hefur komið í veg fyrir að því verði komið fyrir þar þrátt fyrir að sæmilegt pláss sé til staðar og nú sér borgin ekki aðra lausn en að setja húsið á Árbæjarsafn svo uppbygging geti hafist. Mögulegt væri að gera lítilsháttar breytingu á deiliskipulaginu svo húsið fengi að standa á sínum stað áfram en kröfur lóðareigenda eru miklar og ekki hefur verið lögð áhersla á friðun hússins á sínum stað. Ákveðið er að hafa samráð við Íbúasamtök vesturbæjar og skrifa Húsafriðunarnefnd með það að markmiði að húsið verið friðað á sínum stað. Best væri að borgin endurmeti deiliskipulagið áður en það er um seinan. Rætt er stuttlega um skýrsluna sem Hjörleifur vann fyrir borgina og nauðsyn þess að fylgja henni eftir. Kl. 18.40 Hjörleifur kveður. 3. Önnur mál Kári Halldór segir frá nýjustu fréttum um fyrirhugað íbúðahótel við Bergstaðastræti. Hlín segir frá Laugavegi 50. Fyrirhugaðar framkvæmdir stinga í stúf við timburhúsareitinn sem húsið stendur á, kynnt er bókun Húsafriðunarnefndar þar sem lagt er til að byggingarmynstur reitsins haldist óbreytt. Hlín ætlar að skrifa bréf. Rætt er stuttlega um heimasíðuna og umbætur á henni. Lögð eru fram svarbréf frá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu vegna hávaða í miðbænum. Fundi var slitið kl. 19.00. Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir. |
Gömul myndGamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |