|
Lækjargata
Lækjargata á tímabilinu 1907, en þá var styttan af Jónasi Hallgrímssyni afhjúpuð á 100
ára afmælishátíð skáldsins en hún stóð fyrst á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, og 1911,
en þá var lækurinn settur í stokk. Húsið lengst til hægri er Lækjargata 4 sem lengi hýsti
Hagkaupsverslun en er nú á Árbæjarsafni. Myndin er tekin af brúnni sem stóð til móts við
Bankastræti en lækurinn rann úr tjörninni til sjávar og í fjarska glittir í Miðbæjarskólann
og turn Iðnaðarmannahússins við upptök hans
Hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni
Tilbaka
|