ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 30. apríl 2019Fundur í stjórn íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur haldinn í Spennistöðinni 30.apríl 2019 kl. 18:30 Mætt: Benóný, Aðalsteinn, Ragnhildur, Birna og Einar sem reit fundargerð. 1) Formaður sagði frá erindi Anne-Cécile Mermet frá Frakklandi sem laugardaginn 27.apríl kynnti niðurstöður af rannsókn sinni á áhrifum Airbnb á miðbæ Reykjavíkur á fundi sem samtökin stóðu fyrir. Það mættu um 15 manns og urðu fjörugar umræður á eftir. Niðurstöður hennar verða kynntar á vefsíðu íbúasamtakanna fljótlega. 2) Formaður sagði frá úthlutun úr „Heita pottinum“ 3) Rætt var um væntanlegt „vorblót“ 18.maí nk. Búið að ráða skólahljómsveitina (40 manna hljómsveit). Það verður grillað og gert ráð fyrir flugdrekasmiðju. Var síðast haldið árið 2017 en þá mættu frekar fáir. Samtökin eiga nokkra peninga í sjóði sem hægt væri að ráðstafa m.a. í þetta. Rætt líka um dansatriði, t.d. salsa-dans eða Afró. Sirkus Íslands o.fl. nefnt. Einnig rætt um að útbúa kynningarbækling fyrir íbúasamtökin sem dreift yrði í haust. Ragnhildur stakk upp á að stjórnarmenn byrjuðu á að kasta á milli sín texta sem gæti hentað í slíkan bækling. Formaður upplýsti að sótt hefði verið um styrki í miðborgarsjóð fyrir áframhaldandi á verkefninu „Heil brú“ og einnig fyrir kynningarstarfi. 4) Erindi frá Ástu Sól Kristjánsdóttur varðandi Bílastæðasjóð. Bílastæðasjóður synjaði henni um tímabundið íbúakort fyrir bílaleigubíl sem stóð til að hún og fjölskylda hennar fengi á meðan fjölskyldbíllinn væri á verkstæði. Við þetta er hún ósátt. Stjórnin styður Ástu Sól í þessari viðleitni hennar og mun leita skýringa hjá Bílastæðasjóði. Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:03 Einar Örn Thorlacius fundarritari |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |