ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 28. nóvember 2016

Fundur í stjórn Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn á Vesturgötu 3 þann 28. nóvember kl. 18:00

Mætt: Benni, Birgitta, Einar, Ragnhildur, Gunnar og Gerla. Sérstakur gestur fundarins Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg.

1) Haraldur kynnti hugmyndir frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur varðandi breytingar á gildandi aðalskipulagi sem tengjast gististöðum. Rætt er um fjóra valkosti. Á við miðborgarkjarnann. Í febrúar var boðuð breyting á miðlægri stefnu varðandi stöðu hóteluppbyggingar í kjarna. Felur í sér skýr skilaboð: Boðaðir kvótar á hótel. Ekki heimilt að breyta núverandi íbúðarhúsnæði í gistihús.

Ræddi einnig um svonefndar „aðalgötur“ sem eru skilgreindar í aðalskipulaginu. Um er að ræða stærri götur í borginni sem bera meiri umferð og þola meira ónæði. Gisting getur verið þar. Ekki eru allar „aðalgötur“ mjög stórar sbr. að Frakkastígurinn telst vera „aðalgata.“
Benni spurði hvort það væru kvótar til verndar íbúabyggð. Haraldur svaraði: „Nei, ekki beint.“

Miklar umræður fór fram um þetta efni. Markmiðin eru skýr sagði Haraldur: „Að verja íbúasamfélagið.“ Nokkuð rætt um lög nr. 67/2016 (lög um breytingu á gildandi lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007). Tillögurnar verða sendar Íbúasamtökum Miðborgar til umsagnar.

Haraldur yfirgaf fundinn kl. 18:50.

2) Ályktun um sambýlið við ferðaþjónustuna samþykkt. Ályktunin er hér.

3) Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt.

4) Fjallað um málþingið „Börnin í miðbænum“ sem íbúasamtökin stóðu fyrir í nóvember og haldið var í Spennistöðinni. Þar mættu 60 manns og voru stjórnarmenn mjög ánægðir með þingið. Til stendur að taka allt saman sem þar kom fram.

5) Gert er ráð fyrir að næsta málþing íbúasamtakanna verði haldið í febrúar 2017 og nefnist „Góðir grannar.“ Fjalli m.a. um svonefnda nágrannavörslu.

6) Rætt um væntanlegan rafrænan póstlista. Einar ætlar að kanna málið.

7) Rútuumferð í miðborginni. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa boðið fulltrúa íbúasamtakanna á fund þar sem tillögur verða kynntar.

8) Erindi frá eiganda Frakkastígs 26b. Einar lagði fram tillögu að svari og var hún samþykkt.

9) Rætt um kosningu í „Betri hverfi.“ Íbúasamtökin óska eftir að verða umsagnaraðili um þær tillögur sem hljóta hljómgrunn.

Fleira gerðist ekki. Fundi slitið um kl. 20:00 Fundarritari: EÖTh


Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is