ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 27. október 2020

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 27.10.2020 kl. 20 (netfundur).

Mætt:Benóný Ægisson (formaður), Einar Thorlacius, Eva Huld Friðriksdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir, Magnús Skúlason, Margrét Einarsdóttir og Vilborg Halldórsdóttir.

1. Heimildir innan landnotkunarsvæða. Formaður tekur að sér að rita bréf til borgaryfirvalda vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi samkvæmt 1. mgr. 36. gr sbr. 31 gr. laga nr. 123/2010. Í bréfinu komi fram að íbúasamtökin mótmæli breytingum sem gætu orðið til þess að íbúum séu ekki kynntar allar breytingar á landnotkun í nágrenni við heimili þeirra sem og í því hverfi sem þeir búa í. Enda er slíkt í samræmi við athugasemdir sem borist hafa frá Skipulagsstofnun.

2. Nýr viðauki við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Fjörugar umræður um gögn sem finna má á netinu um þetta mikilvæga mál. Fundarfólk sammála um að margt sé óljóst - t.d. spurt hvers vegna ekki komi skýrt fram að vernda eigi gömul hús Miðborgarinnar og gamalt byggðamynstur. Kynningafundur um viðaukann verður á netinu 11. nóvember n.k. sem stjórnin ætlar að fylgjast með og halda fund daginn eftir til að ræða málið betur.

Fundi slitið kl. 21.

Guðrún Erla Geirsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is