ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 27. september 2010Stjórnafundur Íbúasamtaka Miðborgar haldinn að Klapparstíg1, kl. 17:15. Mættir voru: Magnús, Benóný, Guðrún og Hlín. 1- Magnús gerði grein fyrir óformlegum fundi með fulltrúum í Hverfisráði miðborgar og hlíða. Fundurinn var haldinn á heimili Óttars Ólafs Proppe, formanns Hverfisráðs. 2- Rætt um mikilvægi þess að íbúasamtökin setji fram stefnumótun fyrir aðalfund. 3- Hvernig er hægt að gera íbúasamtökin virkari. 4-Rætt um að funda með verslunareigendum og hótelstjórnendum um sameiginleg hagsmunamál þeirra og íbua í miðborginni. Sérstaklega er átt við þrifamál og hávaðamál. Hlín tekur að sér að taka saman upplýsingar á netinu "ummæli gesta" á gististöðum, þar sem víða kemur fram að ekki er svefnsamt á hótelum í miðborginni um helgar. 5- Sett fram spurning um hvort nauðsynleg sé að endurskoða þróunaráætlun miðborgar. 6- Rætt um ástandið hjá skipulagsráði síðustu misserin og hægagangi. 7- Austurbæjarskóli, nýting á geymsluhúsnæði Orkuveitunnar. Fundur fyrirhugaður í næstu viku með Ómari og Diljá, verkefnið er í hægri vinnslu. Nauðsynlegt að koma því inn a fjárhagsáætlun. 8- Magnús segir frá því að Völundarverkefninu hafi verið slegið á frest. Fleira var ekki rætt á þessum fundi og honum slitið kl. 18:15 |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |