ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 27. september 2008

Fundur á Kaffitári 27. september 2008.

Mættir: Eva María, Magnús Skúlason, Eyrún Magnúsdóttir, Hlín, Sigtryggur (ritari).

Umræðuefni fundarins: Bygging Listaháskóla við Laugaveg, útisundlaug við Sundhöll, aðalfundur, lagabreytingartillögur,

Rætt um aðalfund 25. október, dagskrá fundarins og lagabreytingartillögur Gylfa sem ákveðið var að ræða á fjölmennari fundi. Velt var upp nöfnum á ræðumönnum á aðalfundi og einnig hver ætti að stjórna fundi.

Rætt um fregnir af útisundlaug við Sundhöllina.

Rætt um samstarf við Íbúasamtök Vesturbæjar og samhæft átak vegna hafnarsvæðis. Magnús fylgir eftir fyrri viðræðum við samtökin.

Rætt um að skapa tengingu við stjórnendur Austurbæjarskóla til að kanna hvort möguleiki er á samstarfi, til dæmis varðandi gönguleiðir barna. Sigtryggur tekur að sér að hafa samband við Guðmund skólastjóra.

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Skólavörðustígnum um 1900. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is