ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News

Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook


Skólavörðustígur

Myndin er tekin úr Skólavörðunni, litlum turni sem stóð efst á Skólavörðuholtinu og sýnir
Skólavörðustíginn í kringum aldamótin 1900. Efsta húsið hægra megin er dómhúsið og fangelsið
á Skólavörðustíg 9 sem var reist 1872 úr hlöðnu holtagrjóti en af nóg var af grjóti á holtinu
eins og sést á myndinni. Mörgum fannst það skrítin ráðstöfun að byggja dómhúsið sem var
í raun ráðhús bæjarins langt fyrir utan bæinn en önnur byggð á holtinu var að mestu kotbýli.
Fjærst á myndinni sést Grandinn og Örfirisey sem nú hafa horfið undir landfyllingar

Hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Tilbaka

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is