ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 27. ágúst 2019Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar 27. ágúst 2019 kl. 20.00 í Spennistöðinni. Mætt: Aðalsteinn Jörundsson, Benóný Ægisson, Eva Huld Friðriksdóttir, Einar Thorlacius, Guðrún Erla Geirsdóttir og Ragnhildur Zoega. Dagskrá: 1. Aðalfundur: Rætt um hver stjórnarmeðlima eigi að ganga úr stjórn á næsta aðalfundi og hvort þau hyggist bjóða sig fram aftur. Aðalfundur ákveðinn fimmtudaginn 17. október kl. 20. Rætt um að vera með atriði á fundinum. 2. Starfið til áramóta: Opnir fundir verða reglulega annan laugardag í hverjum mánuði. Ákveðið að á októberfundi verði fjallað um umferðamál og ferðamenn. Á nóvemberfundi fjallað um fábreytni verslunar í hverfinu, hvernig megi auka þjónustu við íbúa og etv. há fasteigngjöld á atvinnuhúsnæði. 3. Spennistöðin - íbúahús og fundur formanns með borgarstjóra: Formaður óskaði eftir fundi með borgarstjóra í maí sem enn hefur ekki orðið. Þar hyggst formaður ræða framtíð Spennistöðvar, leiktæki fyrir börn í hverfinu, hvernig íbúar geti losað sig við garðaúrgang og lífrænanúrgang, hleðslustöðvar fyrir rafbíla og skipun fulltrúa í hverfisráð. 4. Íbúaráð: Formanni falið að skrifa bréf til borgarinnar og mótmæla að í nýlega samþykktum reglum um Íbúaráð sé aðeins gert ráð fyrir einum fulltrúa frá íbúasamtökum í hvert ráð. Í okkar tilfelli eru þetta tvö hverfi, Miðborg og Hlíðar og því eðlilegt að hvort hverfið eigi sinn fulltrúa í ráðinu. 5. Kynning á ÍMR í hverfisblaði: Samþykkt hugmynd formanns að kaupa ,,frakka” utanum hverfisblaðið sem kemur út um mánaðamótin sept/okt. Ákveðið að fá eh til að taka viðtal við formann og grafískan hönnuð til að hanna frakkann. Sem og að formaður og stjórn taki saman í hvaða málum Íbúasamtökin hafa náð viðunandi árangri - af þeim sem þau hafa beitt sér í og barist fyrir. Samantektin verði birt í frakkanum. 6. Frakkastígsreitur: Samþykkt að formaður skrifi bréf þar sem mótmælt er harðlega að byggja eigi hús í nútíma stíl í stað rúmlega 100 ár gamals sérlega fallegs húss við Vatnsstíg. Það hús hafi eigandinn látið drabbast niður í meira en áratug og að lokum var kveikt í því. Farið verði fram á að hús sem komi í stað þess brunna (sem dæmt hefur verið nær ónýtt) taki að ytra útliti að fullu mið af húsinu sem fyrir var upprunalega; svo sem varðandi glugga og að það sé bárujárnsklætt. 7. Kælir í vínbúð við Austurstræti. Samþykkt að formaður skrifi forstjóra ÁTVR og fara fram á að settur verði (aftur) kælir í vínbúðina í Austurstræti. 8. Rætt um að Tjörnin sé, um þessar mundir, sérlega skítug og að það þurfi að hreinsa hana sem fyrst. Fundi slitið kl 21.22 Guðrún Erla Geirsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |