ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 25. Janúar 2010Mættir á fundinn að Klapparstíg 1a kl. 17.00 voru: Magnús Skúlason, Bryndís Jónsdóttir, Kári Halldór, Benóný Ægisson, Sigríður Gunnarsdóttir, Guðrún Janusdóttir, Hlín Gunnarsdóttir og Arnar Kristjánsson. 1. Varðandi málið hjá Orkuveitunni og tómstundamiðstöð barna og unglinga. · Kjartan vildi að málið yrði enn hjá honum, að hans beiðni í 10 daga eða hálfan mánuð. Birgitta Bára er að vinna í málinu. Ef ekkert verður að gert eftir þennan hálfa mánuð förum við til Borgarstjóra og ræðum málin þar. 2. Opinn íbúafundur um framkvæmdir og skipulag í miðborg Reykjavíkur. Viljum að fólk í sal spyrji Hönnu Birnu eftirfarandi: · Umferðarmál, misrétti gangnvart íbúum. Höfum ekki fengið nein svör við: Ofnotkun salts og bílastæðavandræðum. Varðandi bílastæðamál er búið að skrifa 3 bréf en höfum ekki fengið svör. Hvernig verður samkeppni ef selja á bílastæðahúsin og hvernig koma íbúar út úr því? Benóný ætlar að spyrja um þetta. Einkavæðing hefur ekki verið til bóta hér á landi og við erum á móti einkavæðingu bílastæðahúsa. · Skipulagsmálin: Brunavarnir og íbúaöryggi. Eldvarnareftirlit, Kári og Kristján rafvirki fór á fund með Brunamálastjóra. Rafmagnsbruni á Hverfisgötu, þar voru engir skynjarar né eldvarnir. Hvað gera tryggingafélögin. Er endurskoðun í gangi? Bjarni ætlar að tala við tryggingafélög. Það vekur athygli að allt eru þetta skipulagshús á bið og timburhús sem hafa verið að brenna síðustu 2 ár. Eigum við að fara fram á bann tómra húsa í Reykjavík og athuga öryggismál. Bergstaðastræti16 og 20 eru til dæmis algerlega eftirlitslaus. · Hver er ábyrgur vegna brunans á Hverfisgötu. Byggingareglugerð 61/6 grein varðandi dagsektir vegna frágangs húsa varðandi útlit, eldvarnir og að hús séu ekki heilsuspillandi. Ákveðið að gera kröfu um að banna tóm og eftirlitslaus hús í borginni og það verði til dagsektir vegna óreiðuhúsa. · Varðandi hávaðamál í miðborginni. Fá svör frá nefnd sem stofnuð var vegna opnunartíma veitingahúsa. Hvar er sú nefnd stödd? Magnús ætlar að spyrja Júlíus Vífil að því. · Benoný vildi fá betri aðstöðu fyrir börn og unglinga til tómstunda og íþróttastarfs. Hann ætlar að spyrja Borgarstýru út í þau mál. · Borgarverndin, hvar er hún stödd? Spyrja Borgarstýru að því. Hjörleifur var í forsvari vildi vernda sem mest innan Hringbrautar. Ólöf ætti að geta svarað því kannski spyrja hana frekar. Kári Halldór tekur þetta að sér. · Hver er stefna Borgarstýru í skipulagsmálum? Næsti fundur ákveðinn 8. Febrúar 2010. Fundi slitið 18.58. Fundargerð Bryndís Jónsdóttir |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |