ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 23. maí 2017Fundur í stjórn íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur haldinn í Spennistöðinni 23. maí 2017. Fundurinn hófst kl.19:05. Mætt Benóný, Guðrún, Gunnar, Hlynur, Gerla, Birgitta og Einar sem ritaði fundargerð. 1) Sérstakur gestur Björg Elín Finnsdóttir, Þórsgötu 20. Hún greindi frá framkvæmdum sem standa yfir við hliðina á svefnherbergisglugga hennar á vegum gistiheimilis sem þarna er rekið, „Moon Apartments.“ 2) Framtíð Spennistöðvarinnar. Hún væri svolítið óljós varðandi framtiðarstarfsemi og viðhald. Benni óskaði eftir heimild stjórnar til að rita borgarstjóra bréf varðandi þetta mál. Tveggja ára reynslutími er liðinn. Samþykkt. 3) Benni greindi frá því að hann hefði verið á fundi í dag í miðborgarstjórninni nýju. Haraldur skipulagsfulltrúi mætti á staðinn og kynnti gildandi aðalskipulag 2010-2030. Það skipulag gerði ekki ráð fyrir þessari túristasprengju sem orðið hefur. Reisa þarf skorður við frekari gististarfsemi við Skólavörðustíg og Laugaveg. Gagnrýni kom fram á svonefndar „aðalgötur“ og þá starfsemi sem þar er leyfð. 5) Gerla vakti athygli á að markaðssetning Amsterdam til ferðamanna hefur verið stöðvuð. Kannski þyrfti að gera það sama varðandi Reykjavíkurborg. Nýlega var auglýst ný staða hjá Reykjavíkurborg til þess að markaðssetja borgina fyrir ferðamenn. Rétt væri að mótmæla því. 6) Benni greindi frá því að 387.000 hefðu komið frá forvarnarsjóði og 300.000 frá hverfisráði. Þessir fjárnunir væru því fyrir hendi. Fyrir væri í sjóði 311.000 kr. Áhugi væri fyrir því að virkja verkefnið „Hverfisgöngur“ í tilraunaskyni. Benni ætlar að fylgja verkefninu eftir. 7) Rætt um bílaleigubíla sem eru orðnir viss áþján í miðbænum. Benni ætlar að semja erindi til borgarstjóra í samráði við Runólf Ágústsson 8) Ákveðið að senda borginni/lögreglustjóranum/sýslumanni fyrirspurn varðandi lagabreytingu um heimagistingu. 9) Listaverkið. Jákvætt tekið í erindið og Gerla mun hafa samband við listasafn Rvíkur. Fundi slitið kl. 20:00 Þá tók við fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur með fulltrúum frá stjórn Íbúasamtaka 3. herfis og stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar. Sérstakir gestir fundarins voru byggingarfulltrúi og skipulagsfulltrúi Reykjavíkur (Nikulás Úlfar Másson og Björn Axelsson). Kristín Vala Erlendsdóttir og Karl Thoroddsen frá íbúasamtökum Hlíða, Norðurmýri Holt (hverfi 3) mættu. Fundurinn hófst kl. 20:08. Enginn mætti fyrr en í lokin frá íbúasamtökum Vesturbæjar. Björn: Möguleg fjölgun aðalgatna og mögulegar breytingar í miðbæjarkjarna (herða kröfur um gistiheimili). Uppfæra þarf aðalskipulagið líka miðað við breytingar á gistilöggjöfinni. Aðalgötur opna á heimildir fyrir fjölbreyttari starfsemi. Karl ræddi þörf á göngubrú nálægt gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Björn: Samgöngustjóri Rvíkur er að skoða málið. Vantar brú á móti höfuðstöðvum 365 og brú á móti Suðurveri. Verið er að skoða aftur hugmyndir um stokk á Miklubraut. Rétt væri að funda með samgöngustjóra. Karl spurði um hljóðvegg meðfram Miklubraut. Björn upplýsti að verið væri að auglýsa breytt skipulag sem gengi út á þetta. Benni spurði um grenndarkynningar, hvaða reglur gildi um það. Björn skýrði það. Hann sagði að borgin hefði tekið upp þá reglu umfram skyldu að upplýsa bæði hverfisráð og næsta nágrenni um auglýsingar sem væru í gangi. Gerla benti á sérstöðu miðborgarinnar þar sem þétt væri búið. Þetta væri í raun eins og „lítið þorp“ og þyrfti e.t.v.svolitla sérmeðhöndlun. Birgitta: Halda þarf í gömul hús og halda þarf líka í íbúana. Karl benti á fréttaveitu Reykjavíkurborgar. Þyrfti að miða þetta við hverfi. Björn benti á ákveðið smáforrit („app“) sem hægt væri að nýta. Birgir Jóhannsson frá Íbúasamtökum Vesturbæjar mætti á fundinn kl. 20:52 en fljótlega eftir það yfirgáfu Björn og Úlli (Nikulás Úlfar) fundinn. Kristín Vala las upp tillögur þeirra um öruggari umferð. Kristín Vala og Karl yfirgáfu fundinn kl. 21:04 og Hlynur yfirgaf fundinn skömmu síðar. Nokkrar umræður fóru fram eftir þetta við Birgi Jóhannsson um m.a. fyrirhugaðar framkvæmdir á Héðinsreit og Bykoreit. Fundi slitið kl. 21:30
|
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |