ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 22. febrúar 2023

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar 2022-2023.

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn 22. febrúar 2023 kl. 17:00 í Spennistöðinni. Mætt: Sigrún Tryggvadóttir formaður, Bjarni Agnar Agnarsson, Guðrún Erla Geirsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Pétur Hafþór Jónsson. Aðrir stjórnarmeðlimir boðuðu forföll.

Dagskrá

Undirbúningur vetrarhátíðar

Auglýsingar
Ásdís gerir auglýsingu sem við í stjórn dreyfum á Facebook-síður. Margrét sér um að fá þýðingu á pólsku og Bjarni á úkraínsku. Sigrún formaður og Pétur taka að sér að hafa samband við fjölmiðla. Samþykkt að setja auglýsingu á RÚV í hádeginu 3. mars.

Matur á hátíðinni
Margrét tekur að sér að hafa samband eigendur Chickpea vegna smárétta. Gerla athugar með ávaxtabakka.

Dagskrá er að mestu í samræmi það sem ákveðið var fyrir viku:

Kl. 13:10 Tónagull: Söngvasmiðja fyrir börn að 4 ára aldri í umsjón Adams J. Swidala og aðstoðarmanneskju. Söngvar frá Póllandi, Úkraínu o.fl. löndum.
Kl. 13:50 Föndursmiðja: Nánar útfært síðar.
Kl. 14:00 Múltíkúltikúltíkórinn: Kór kvenna frá 15 löndum syngur lög frá heimalöndunum.
Kl. 14:20 Chris og Bára Grímsdóttir: Tónlist frá Íslandi og Bretlandi með þátttöku gesta.
Kl. 14:40 Bollywood-danstími: Margrét Erla Maack stýrir danstíma fyrir alla fjölskylduna.
Kl. 15:00 Hressing: Útfært síðar (stefnt að austurlenskum og austur-evrópskum mat).
Kl. 15.20 Trommusmiðja: Cheick A.T. Bangoura leiðir unga sem aldna í trommuslætti á afrískar djembetrommur.

Samþykkt að færa umræður um málefni Íbúaráðsins til næsta fundar stjórnar.

Fundi slitið kl. 17:55.

Guðrún Erla Geirsdóttir ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is