ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 22. febrúar 2011

Stjórnarfundur Íbúasamtaka miðborgar 22. febrúar 2011. Fundurinn var að haldinn að Klapparstíg 1A, og hófst kl. 17:30

Mættir voru, Magnús, Benóný, Bergþóra Halla, Guðrún, Sigurður, Brindís og Hlín, sem ritar fundargerð.

1 - Rætt um það hvort Íbúasamtökin muni lýsa yfir stuðningi við Barn.is, varðandi sparnað í skólamálum. Ákveðið að bíða með það, félag foreldra og skóla í hverfum borgarinnar eru að svara þessari áskorun.

2 - Snjóruðningur, hreinsun á götum og gangstéttum. Íbúasamtökin sendu bréf til ráðuneitis Umhverfis og samföngumála árið 2009 og óskuðu úrbóta á ástandi þessara mála í miðborginni. Ekkert svar hefur borist við því erindi enn.

3 - Ný áform um skipan sorphirðumála. Benóný og Magnús munu skrifa bréf of gagnrýna brot á jafnræðisreglu og mismunun íbúa í miðborginni.

4 - Yfirgefin hús í miðbænum. Íbúasamtökin hafa áður beint þeim tilmælum til Byggingarfulltrúa að reglugerð í lögum varðandi dagsektir verði beitt.

5 - Fjallað um erindi forelrafélags Austurbæjarskóla um að haldið verði málþing undir yfirskriftinni “ Miðborgin sem íbúabyggð”. Ákveðið að vinna að því í samráði við Hverfisráð. 6 - Ákveðið að fylgjast með afgreiðslu Borgarráðs á leyfisveitingu staða sem kvartað hefur verið undan ítrekað, eins og dæmi eru um varðandi Mónakó og Montecarlo.

Fundi slitið kl. 19:00

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is