ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 22. febrúar 2010

Þann 22. febrúar kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar saman til fundar á Klapparstíg 1a og hófst fundurinn kl. 17.00.

Mætt voru: Magnús Skúlason, Gylfi Kristinsson, Guðrún Janusdóttir, Benoný Ægisson og Halla Bergþóra Pálmadóttir og Hlín Gunnarsdóttir.

Bryndís Jónsdóttir lætur af stöðu ritara og tekur Hlín Gunnarsdóttir við því hlutverki og Guðrún Janusardóttir þá jafnframt við stöðu gjaldkera af Hlín.

Húsnæði O.R. á lóð Austurbæjarskóla til umræðu. Birgitta Bára formaður Foreldrafélags Austurbæjarskóla hefur sent erindi til Byggingarfulltrúa varðandi hvort leyfi sé fyrir þeirri starfsemi sem O.R. hefur með höndum í byggingu á lóð skólans. Byggingarfulltrúi veitir O.R. 14 daga frest til að svara fyrirspurninni. Jafnframt er óskað eftir umsögn Umferða- og samgönguráðs varðandi umferðar ökutækja um skólalóðina í tengslum við starfsemi O.R.

Umferðarmál. Varðandi bréf sem stjórn íbúasamtakanna sendi til Bílastæðissjóðs í desember 2008 er ákveðið að senda ítrekunarbréf þ.e. engin svör hafa enn borist við fyrirspurnum sem þar voru settar fram.

Auðu húsin i miðborginni. Samþykkt að M.S. og G.K. semji drög að bréfi til Byggingarfulltrúa og óski eftir að 61.6 gr. byggingareglugerðar verði framfylgt varðandi dagsektir.

Fundi var slitið kl. 18.30

Fundargerð skrifaði Hlín Gunnarsdóttir

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Skúlagötu 21 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is