ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 21. apríl 2009Þann 21. apríl 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn á Klapparstíg 1a og fundurinn hófst kl. 17.00. Mætt eru: Benóný, Magnús, Hlín, Halla og Lilja. Á fundinum gerðist eftirfarandi: 1. Bréf til borgarstjórnar Bréfið er samþykkt. 2. Vatnsstígur Lagt er fram bréf til lögreglustjóra, bréfið er samþykkt. 3. Laugavegur 50 Fram kemur að hverfisráð fjallaði um málið á fundi sínum nýlega. Lagt er fram athugasemdabréf, sem er samþykkt. 4. Önnur mál: Rætt eru um áherslur íbúasamtakanna: skipulagsmál, sóðaskap og hreinsunarmál, aðstöðu barna í hverfum, hávaðamál og næturfrið ofl. Fram kemur að enn er lítið um gatnahreinsun, ruslaílát vantar á göngustígum og í alfaraleið og borgin kemur mjög sóðaleg undan vetri. Rætt er um að áþreifanlega vantar aðstöðu fyrir börn og unglinga í miðborginni, fleiri sparkvelli, hjólabrettasvæði, leikvelli og fleira í þeim dúr. Mikið af lóðum standa auðar í miðborginni og skemmtilegt væri ef borgin gæti nýtt þær undir sparkvelli ofl. þó ekki nema tímabundið væri. Ákveðið er óska eftir hugmyndum um bætta aðstöðu fyrir börn í hverfinu með pósti til félaga. Rætt er um hvernig þjónustuaðilum og verslunum fækkar, hækkandi leiguverð verslunarhúsnæðis í miðborginni er áhyggjuefni. Rætt er um bílastæðamálin og tími er kominn til að athuga aftur stöðu mála vegna bílastæðakortanna. Fundi var slitið kl. 18.26. Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir. |
Gömul myndGamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |