ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 19.apríl 2011Stjórnarfundur Íbúasamtaka miðborgar 19.apríl 2011 Fundurinn var að haldinn að Klapparstíg 1A, og hófst kl. 17:30 Mættir voru, Magnús, Benóný, Sigurður, Guðrún, Bergþóra Halla, Bryndís, Sigríður og Hlín, sem ritaði fundargerð, Ingvar og Fríða sátu einnig fundinn. 1- Rædd niðurstaða fundar samstarfshóps um “Öruggari og skemtilegri miðborg” sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur 13. apríl. Fyrirhugaður er síðan fundur með innanríkisráðherra og lögreglustjóra næsta mánudag um nauðsyn þess að setja fram tillögu að breytingu á lögum. Mun þess verða óskað að Íbúasamtökin fái að fylgjast með úrvinnslu mála eftir fundinn með ráðherra. Magnús segir nánar frá fundinum en hann fór á fundinn í stað Hlínar. Fram kom til skoðunar tillaga kráareigenda sem unnin var í samráði við lögregluna. Í tillögunni er gert ráð fyrir að leyft verði að hafa opið lengur á fimmtudögum. Flestir í samstarfshópnum mótmæltu þessari tillögu. Talað var um mikilvægi þess að mynda heildarstefnu í þessu máli. Kynnt voru drög að samkomulagi milli kráareigenda og lögreglu, en jákvætt er talið að dreifa álaginu á lengri tíma. Íbuasamtökin hafa engar forsendur til að styðja við svona hugmyndir á meðan kerfið er þannig að engin leið er til að hrófla við leyfishöfum vínveitingaleyfa. Eini möguleikinn er að kráareigendur taki til í sínum ranni. Í því umhverfi sem við erum núna og á meðan ekki er búið að taka afstöðu til veitingar áframhaldandi leyfis til Mónakó og Monte Carlo, þá er engin leið að gefa neitt eftir. Vantar úrræði til að refsa þeim sem brjóta reglurnar. Á meðan lögin eru eins og gatasigti er ekkert hægt að gera. Magnús þurfti að hverfa af fundi áður en honum var lokið og ætlar að afla nánari upplýsinga um tillögu kráareigenda. 2 - Hrólfur sagði frá hávaðamæli sem settur var upp í salnum í Tjarnarbíói, sem er í eigu Borgarinnar. Borgin leigir salinn út til frjálsra leikhópa og til tónleikahalds. Þetta er mælir sem slær út kerfinu, fari hávaðinn yfir leyfileg mörk. 3 - Niðurníddu húsin í borginni. Ekki þörf á að sýna bönkunum, sem eru eigendur margra af þessum húsum, linkind. Í því árferði sem nú er segir Magnús Sædal, að ekkert sé hægt að aðhafast. Íbúasamtökin ítreka kröfuna um beitingu dagsekta og telja ekki ástæðu til að hlífa fjármagnseigendum sérstaklega í slæmu árferði. 4 - Óreiðumál. Allt er stopp á Hljómalindarreit vegna þess að eigandi lóðarinnar vildi byggja umfram heimild. 5 - Þróunaráætlun miðborgar, hvar stendur hún? Síðasta bókun gamla skipulagsráðsins árið 2008 var að ekki væri lengur hægt að bíða með beitingu dagsekta. Dagur B. Eggertsson, tjáði sig um málið í “ Kastljósi”. Hverfisráðsfundur á daskrá fimmtudaginn 21. apríl. Magnús mun leggja til að Íbúasamtökin fái aðkomu að endurskoðun Þróunaráætlunar Reykjavíkur. 6 - Prakísk mál samtakanna varðandi hýsingu á léni rædd og síðan var fundi slitið kl. 19:00 |
Gömul myndGamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |