ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 18. janúar 2018

Fundur í stjórn íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur 18. janúar 2018
Haldinn í Hannesarholti kl. 20:00

Mætt: Benóný, Ragnhildur, Aðalsteinn, Guðrún Erla og Einar sem ritaði fundargerð. Eva mætti síðan kl. 20:11

1) Breyting á aðalskipulagi vegna veitinga- og gistihúsareksturs
Benni upplýsti að búið væri að samþykkja þetta lítið breytt í skipulagsráði en liggur nú fyrir borgarráði. Ekki gerðar breytingar á aðalgötum.

2) Deiliskipulag Frakkastíg 2 og á reit milli Skúlagötu og Sæbrautar. Rætt um málið en athugasemdafresti lauk 15.des. Talið eðlilegt að íbúasamtökin fái sérstaka tilkynningu um tillögur að öllum breytingum á skipulagi miðborgar. Formanni falið að senda borgaryfirvöldum erindi.

3) Bréf Ólafar Nordal um umferð á Njarðargötu. Tveggja hæða rútur fyrir ferðamenn eiga bara að aka suður Njarðargötu en aka enn í báðar áttir. Formanni falið að rita Kynnisferðum og umhverfis- og skipulagsráði bréf og minnt á gildandi samkomulag.

4) Drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Íbúasamtökin gera alvarlega athugasemd við það að þessi stefna var unnin án samráðs við íbúasamtökin. Hvergi er minnst á íbúasamtök í plagginu. Formanni falið að fylgja málinu eftir.

5) Áramótin á Holtinu. Fram kom hjá þeim fundarmönnum sem voru um áramótin á Skólavörðuholtinu að ástandið hefði batnað að mun. Til stendur að stofna samráðshóp um málið sem íbúasamtöki eiga aðgang að.

6) Heil brú, umhverfisgöngur og félagsmiðstöð félaga innflytjenda. Heil brú byrjar aftur þarnæsta laugardag. Þá verður músíksmiðja í Spennistöðinni. Umhverfisgöngur liggja í láginni vegna þess að styrkveiting brást. Birgitta mun greina betur frá félagsmiðstöðinni á næsta fundi.

7) Umferðarmál í kvosinni. Rætt lítillega.

8) Mál Moreno Gomez. Verður kynnt á heimasíðu samtakanna.

9) Önnur mál:
a) Einar mun leggja fram tillögur að breytingum á skipulagslögum á næsta fundi.
b) Ragnhildur vakti athygli á því að umgengni við Hallgrímskirkju sé ábótavant en þangað sækja margir ferðamenn. Ákveðið að samtökin sendi sóknarnefnd Hallgrímskirkju bréf um þetta efni og eins verði rætt við forstöðumann hverfisstöðvarinnar á Njarðargötu.
c) Rætt um hugmyndir Reita ehf um byggingu útsýnisturns við Sæbraut. Ákveðið að óska eftir frekari upplýsingum um málið.
d) Gerla vakti athygli á bókinni „Borgin – heimkynni okkar“ eftir Hjálmar Sveinsson og Hrund Skarphéðinsdóttir sem kom nýlega út.

Fundi slitið kl. 21.30

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is