ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR |
||||||||||
|
Stjórnarfundur 17. ágúst 2009Þann 17. ágúst 2009 kom stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur saman til fundar. Fundurinn var haldinn á Klapparstíg 1a og fundurinn hófst kl. 17.00. Mætt eru: Magnús, Benóný, Kári Halldór, og Lilja. Á fundinum gerðist eftirfarandi: 1. Grundarstígur 10. Vegna fyrirspurnar Hallgríms Magnússonar varðandi Grundarstíg 10 var gerð eftirfarandi bókun. Málið var rætt á stjórnarfundi 15. júní, eftirfarandi kom fram: Stjórnin hefur átt fundi með eigendum að Grundarstíg 10 og nágrönnum. Stjórnin taldi að fyrirhuguð starfssemi ásamt breytingum á húsinu gæti verið jákvætt fyrir hverfið ef rétt væri að verki staðið. Hinsvegar í ljósi þess hvernig skipulagsyfirvöld virðast ætíð hafa verið reiðubúin til breytinga á deiliskipulagi í andstöðu við íbúa eða að einungis grenndarkynna þar sem deiliskipulag vantar, finnst okkur tortryggni íbúa vera réttmæt. Þá skal tekið fram að aldrei hefur staðið til að fulltrúi íbúasamtakanna verði í stjórn félagsins um Grundarstíg 10, né að stjórn íbúasamtaka miðborgar nýti aðstöðu í viðkomandi húsi. 2. Borgarafundur um skipulagsmál. Sagt er frá borgarafundi sem haldinn var 13. ágúst s.l. 3. Bergstaðastrætisreitir. Rætt er um móttöku athugasemda, skort á skilgreiningu á starfssemi íbúðahótela og sögu reitsins. 4. Ingólfstorg. Auglýst breyting á deiliskipulagi við Ingólfstorg er rædd. Ákveðið er að senda fyrirspurn til Borgarráðs um greiðslur fyrir lóðir fyrir flutningshús á Ingólfstorgi. Fundi var slitið kl. 18.35. Fundargerð skrifaði Lilja Gunnarsdóttir. |
Gömul myndGamla myndin er af Lækjargötu á tímabilinu 1907-1911. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni |