ÍBÚASAMTÖK MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR

News


Fréttir
Um samtökin
Lög
Starfið
Fundargerðir
Greinar


Íbúasamtökin á Facebook



Stjórnarfundur 16. maí 2023

Fundur stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar Reykjavíkur haldinn 16. maí 2023 kl. 17:00 í Spennistöðinni.

Mætt: Sigrún Tryggvadóttir, Birna Eggertsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Pétur Hafþór Jónsson, Holberg Másson, Guðmundur Ólafsson og Guðjón Óskarsson. Boðuð forföll: Bjarni Agnarsson.

Dagskrá fundar:

Fundur Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Vefmiðlar ÍMR, facebook og heimasíðan midbaerinn.is.

Sorphirðan

Önnur mál.

1. FUNDUR UMHVERFIS- OG SAMGÖNGUNEFNDAR ALÞINGIS 9. MAÍ 2023
Íbúasamtökunum barst með einungis dags fyrirvara fundarboð vegna skýrslu Innviðaráðuneytisins, Nýi Skerjafjörður, Áhrif byggðar og framkvæmda á flug og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Fulltrúar ÍMR sóttu fundinn, þau Sigrún Tryggvadóttir, Birna Eggertsdóttir og Holberg Másson. Nokkur kostnaður er við heimasíðu ÍMR, en sú síða er helwsti gagnabanki íbúasamtakanna. Þar eru allar fundargerðir. Pétur Hafþór Jónsson, ritari ÍMR þarf að komast inn á þá síðu til að setja þar inn fundargerðir núverandi stjórnar.

2. VEFMIÐLAR OG ÍMR
Facebook-siða samtakanna: Enginn núverandi stjórnarmanna hefur enn sem komið er aðgang til að setja efni á síðuna. Rætt um að breyta því. Nokkur kostnaður er við heimasíðu ÍMR, en sú síða er helsti gagnabanki íbúasamtakanna. Þar eru allar fundargerðir. Pétur Hafþór Jónsson, ritari ÍMR þarf að komast inn á þá síðu til að setja þar inn fundargerðir núverandi stjórnar.

3. SORPHIRÐAN
Vakin var athygli á fréttum í fjölmiðlum um að innleiða ætti nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum eða mánuðum, þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Það eru: Matarleifar, pappír, plastumbúðir og blandaður úrgangur. Í fréttunum kom að auki fram, að fækka ætti grenndargámum. Margrét og Guðmundur bentu á, að breytingarnar hentuðu illa í þröngbýlinu hér í miðbænum. Garðar væru víða litlir eða jafnvel engir og því frekar þörf á að fækka tunnum en fjölga þeim við heimahús og frekar þörf á að fjölga grenndargámum/sameiginlegum sorplausnum en fækka. Margrét rifjaði upp, að í Umhverfisgöngu á vegum ÍMR um reitina milli Laugavegar, Snorrabrautar, Bergþórugötu og Barónsstígs, sem farin var fyrir nokkrum árum, hefði komið upp hugmynd um að losna við ljótar ruslatunnur í bakgörðum, en koma upp sameiginlegum gámum í staðinn. Á fundi sem hún fór á með embættismönnum borgarinnar á þeim tíma, var hugmyndin þróuð enn frekar og rætt um djúpgámalausnir. Þessar umræður duttu hins vegar upp fyrir, m.a. Vegna COVID. Í ljósi fréttanna af fyrirhuguðum breytingum á sorphirðumálum í borginni samþykktu fundarmenn að Margrét, sem fulltrúi ÍMR, hefði samband við viðkomandi embættismenn og færi fram á að þessar viðræður yrðu teknar upp að nýju.

4. ÖNNUR MÁL
Breyttur fundartími: Margrét Einarsdóittir spurði hvort mögulegt væri, að fundir ÍMR yrðu haldnir eftir kvöldmat. Hún benti á að tíminn milli 17 og 18 væri knappur, erfitt hafi reynst að ljúka umræðum um tiltekin mál á einum klukkutíma.

Sundhöllin: Holberg Másson ræddi málefni Sundhallarinnar, en hann er í forsvari fyrir hollvinasamtök hennar. Umdeildar breytingar á Sundhöllinni hefjast með haustinu og hefur Holberg reynt að fá borgarfulltrúa til að kynna sér fyrirhugaðar framkvæmdir. Holberg hefur m.a. rætt við borgarstjóra, Dag B. Eggertsson. Hafin er söfnun fyrir nýjum æfingatækjum á bakka hallarinnar og hafa Hollvinasamtök Sundhallarinnar sent borgarstjóra erindi þar að lútandi. Hollvinasamtökin eru ósammála arkitektum um nokkur atriði og vonast til að geta haft jákvæð áhrif á gang mála.

Veggjakrot: Guðjón Óskarsson sagði frá ítrekaðri fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur, fyrst þann 8. mars og síðan þann 12. apríl um veggjakrot, sem er áberandi bæði í miðborginni og víðar. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála, kostnað við að hreinsa veggjakrot, viðbragðsflýti og hvort um virkt samstarf sé að ræða milli Reykjavíkurborgar, lögreglu og hagsmunaaðila, þ.e. Íbúa/rekstraraðlia og eigenda fasteigna. Guðjón spyr, hvort ÍMR geti ýtt eftir viðbrögðum borgarinnar með því að taka málið á dagskrá. Ákveðið að Sigrún sendi málefnið til umræðu á næsta fund Íbúaráðs Miðborgar og Hlíða.

Fundi slitið kl. 19:00.

Pétur Hafþór Jónsson ritari

Tilbaka



Gömul mynd

Gamla myndin er af Hótel Íslandi sem stóð á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Smellið á myndina til að stækka hana og hér má finna fleiri gamlar myndir úr miðborginni

Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur - Þjónustumiðstöðinni Laugavegi 77 - 101 Reykjavík - midbaerinn@midbaerinn.is